Innlent

Ekki ákveðið um vantraust

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort lögð verður fram tillaga um vantraust á ríkisstjórnina, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ríkisstjórnina veikari eftir breytingarnar um áramótin.

„Þegar menn gera breytingar á ríkisstjórn er ekki verra að það sé einhver tilgangur með þeim, að menn sjái að breytingarnar miði að einhverju markmiði. Því fer fjarri að eitthvað slíkt sé hægt að tengja við þessar breytingar, annað en það að ryðja mönnum úr vegi.“

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×