Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Grindavík 2-1 Stefán Hirst Friðriksson á Árbæjarvelli skrifar 16. júlí 2012 15:39 Mynd / Vilhelm Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Fylki 2-1 sigur á vængbrotnu liði Grindavíkur í Árbænum. Leikurinn fór rólega af stað í rjómablíðu í Árbænum og tókst hvorugu liðinu að skapa sér neitt í upphafi leiks. Það voru þó Grindvíkingar sem komust yfir á 17. mínútu leiksins. Þar var að verki Daníel Leó Grétarsson, sautján ára kjúklingur Grindvíkinga í sínum fyrsta byrjunarliðsleik meistaraflokks félagsins. Næstu tuttugu mínútur eða svo voru mjög líflegar en bæði lið fengu virkilega hættuleg tækifæri til þess að skora í mjög opnum leik. Hvorugu liðinu tókst það þó og staðan því 0-1, Grindvíkingum í vil þega flautað var til hálfleiks. Fylkismenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og tókst þeim að jafna metin á 54. mínútu. Þá átti Ingimundur Níels Óskarsson gott skot fyrir utan vítateig sem hafnaði neðst í markhorninu. Það var svo á 85.mínútu sem heimamönnum tókst að komast yfir. Daníel Leó sýndi þá reynsluleysi sitt með því að renna sér háskalega aftan í Tómas Joð Þorsteinsson innan vítateigs og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Ingimundur Níels fór á punktinn og sýndi fádæma öryggi þegar hann sendi Óskar í vitlaust horn. Staðan því orðin 2-1 heimamönnum í vil og stutt eftir af leiknum. Gestunum í Grindavík tókst ekki að jafna metin og 2-1 sigur heimamanna því staðreynd. Staða Grindvíkinga er slæm en þeir eru í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrri umferðina ásamt því að leikmenn liðsins virðast eiga í vandræðum með að halda sér heilum.Ásmundur: Gríðarlega sterkt að koma til baka „Ég er gríðarlega ánægður með lokaniðurstöðuna. Þetta var torsóttur sigur en mjög sætur. Við vorum sérstaklega slakir í fyrri hálfleik en ég er mjög stoltur af strákunum. Það er gríðarlega sterkt að koma til baka og setja tvö mörk á þéttan varnarmúr anstæðinganna," sagði Ásmundur. „Það er búið að vera fínn gangur í þessu hjá okkur að undanförnu. Við erum mjög bjartsýnir á seinni umferðina. Við stefnum að sjálfsögðu á að færa okkur nær efri hlutanum en neðri," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Guðjón: Mjög svekktur „Við hefðum átt að nýta sénsana okkar betur í leiknum. Ég er mjög svekktur því að við fengum marga sénsa til þess að klára þennan leik," sagði Guðjón. Við hefðum átt að gera betur og klára þetta. Svo kemur vítaspyrnan í andlitið á okkur undir lok leiks og hún klárar þetta," bætti Guðjón við. Grindavík hefur ekki gengið vel það sem af er Íslandsmótinu en Guðjón sagðist hafa trú á uppgangi sinna manna. „Að sjálfsögðu hef ég trú á þessu. Það er augljóst að við stefnum á að gera betur í síðari umferðinni. Við erum búnir að lenda í miklum skakkaföllum, menn eru að meiðast og er það að há okkur," sagði Guðjón Þórðarsson að lokum.Ingimundur: Ættum að vera með fleiri stig „Mér fannst við vera frekar slakir í fyrri hálfleiknum. Við ræddum þetta í hálfleik og okkur tókst að ná í stigin þrjú í síðari hálfleiknum," sagði Ingimundur. „Við erum bjartsýnir fyrir síðari umferðina. Okkur finnst að við ættum að vera með fleiri stig en raun ber vitni og við stefnum að sjálfsögðu ofar í töflunni," sagði Ingimundur Níels Óskarsson í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Fylki 2-1 sigur á vængbrotnu liði Grindavíkur í Árbænum. Leikurinn fór rólega af stað í rjómablíðu í Árbænum og tókst hvorugu liðinu að skapa sér neitt í upphafi leiks. Það voru þó Grindvíkingar sem komust yfir á 17. mínútu leiksins. Þar var að verki Daníel Leó Grétarsson, sautján ára kjúklingur Grindvíkinga í sínum fyrsta byrjunarliðsleik meistaraflokks félagsins. Næstu tuttugu mínútur eða svo voru mjög líflegar en bæði lið fengu virkilega hættuleg tækifæri til þess að skora í mjög opnum leik. Hvorugu liðinu tókst það þó og staðan því 0-1, Grindvíkingum í vil þega flautað var til hálfleiks. Fylkismenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og tókst þeim að jafna metin á 54. mínútu. Þá átti Ingimundur Níels Óskarsson gott skot fyrir utan vítateig sem hafnaði neðst í markhorninu. Það var svo á 85.mínútu sem heimamönnum tókst að komast yfir. Daníel Leó sýndi þá reynsluleysi sitt með því að renna sér háskalega aftan í Tómas Joð Þorsteinsson innan vítateigs og dæmdi dómari leiksins umsvifalaust vítaspyrnu. Ingimundur Níels fór á punktinn og sýndi fádæma öryggi þegar hann sendi Óskar í vitlaust horn. Staðan því orðin 2-1 heimamönnum í vil og stutt eftir af leiknum. Gestunum í Grindavík tókst ekki að jafna metin og 2-1 sigur heimamanna því staðreynd. Staða Grindvíkinga er slæm en þeir eru í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrri umferðina ásamt því að leikmenn liðsins virðast eiga í vandræðum með að halda sér heilum.Ásmundur: Gríðarlega sterkt að koma til baka „Ég er gríðarlega ánægður með lokaniðurstöðuna. Þetta var torsóttur sigur en mjög sætur. Við vorum sérstaklega slakir í fyrri hálfleik en ég er mjög stoltur af strákunum. Það er gríðarlega sterkt að koma til baka og setja tvö mörk á þéttan varnarmúr anstæðinganna," sagði Ásmundur. „Það er búið að vera fínn gangur í þessu hjá okkur að undanförnu. Við erum mjög bjartsýnir á seinni umferðina. Við stefnum að sjálfsögðu á að færa okkur nær efri hlutanum en neðri," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok.Guðjón: Mjög svekktur „Við hefðum átt að nýta sénsana okkar betur í leiknum. Ég er mjög svekktur því að við fengum marga sénsa til þess að klára þennan leik," sagði Guðjón. Við hefðum átt að gera betur og klára þetta. Svo kemur vítaspyrnan í andlitið á okkur undir lok leiks og hún klárar þetta," bætti Guðjón við. Grindavík hefur ekki gengið vel það sem af er Íslandsmótinu en Guðjón sagðist hafa trú á uppgangi sinna manna. „Að sjálfsögðu hef ég trú á þessu. Það er augljóst að við stefnum á að gera betur í síðari umferðinni. Við erum búnir að lenda í miklum skakkaföllum, menn eru að meiðast og er það að há okkur," sagði Guðjón Þórðarsson að lokum.Ingimundur: Ættum að vera með fleiri stig „Mér fannst við vera frekar slakir í fyrri hálfleiknum. Við ræddum þetta í hálfleik og okkur tókst að ná í stigin þrjú í síðari hálfleiknum," sagði Ingimundur. „Við erum bjartsýnir fyrir síðari umferðina. Okkur finnst að við ættum að vera með fleiri stig en raun ber vitni og við stefnum að sjálfsögðu ofar í töflunni," sagði Ingimundur Níels Óskarsson í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira