Innlent

Féll 10 til 20 metra við eggjatöku

Staðarkirkja í Aðalvík.
Staðarkirkja í Aðalvík.
Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út um klukkan hálf fjögur í dag. Tilkynning barst um að maður sem var við eggjatöku í Aðalvík á Hornströndum hafi hrapað um 10 til 20 metra niður klettabjarg.

Björgunarskip á Ísafirði ásamt björgunarbátum eru nú á leið á staðinn með mannskap. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og flytur hún sérhæfða fjallabjörgunarmenn frá Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá slysavarnarfélaginu er stefnt að því að þyrlan lendi á Sæbóli við við Aðalvík. Þaðan verða fjallabjörgunarmennirnir fluttir með bátum á slysstað.

Áætlað er að fyrstu björgunarmenn komi á staðinn um fimmleytið en þyrlan um klukkustund síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×