Viðbúnaður aukinn vegna árása í Líbíu 14. september 2012 03:00 Líbíumaður heldur uppi orðsendingu þar sem menn komu saman til að fordæma árásina á sendiráð Bandaríkjanna í Bengasí. „Fyrirgefið bandaríska þjóð, þetta er ekki hegðun okkar íslams og spámanns,“ segir á spjaldinu. Fréttablaðið/AP Teknar voru upp auknar öryggisráðstafanir við sendiráð og sendiskrifstofur Bandaríkjanna um heim allan í gær. Viðbúnaðurinn er vegna árásanna á sendiráð Bandaríkjanna í Líbíu þar sem meðal annars voru drepnir sendiherra Bandaríkjanna og þrír bandarískir sendiráðsstarfsmenn. Haft var eftir ónefndum yfirmanni öryggismála hjá bandarískum stjórnvöldum í gær að árásirnar á miðvikudag hefðu verið þaulskipulagðar og framkvæmdar af þungvopnuðum skæruliðum. Annars vegar hefði verið ráðist á sjálft sendiráðið og hins vegar á athvarf sem átti að vera leynilegt, í þann mund sem líbíska og bandaríska hermenn bar að til að aðstoða starfsfólk sem flúið hafði sendiráðið. Wanis al-Sharef, aðstoðarinnanríkisráðherra í Austur-Líbíu, sagði í gær að grunur léki á að árásirnar hefðu verið í tilefni af því að ellefu ár væru liðin frá árásunum á Bandaríkin 11. september og að þeir sem að árásinni stóðu hefðu skákað í skjóli óbreyttra borgara sem saman voru komnir við sendiráðið til að mótmæla bandarískri óhróðurskvikmynd um íslamska trú. Auk Chris Stevens sendiherra og hinna Bandaríkjamannanna sem létust, þá særðust um 30, bæði Líbanir og Bandaríkjamenn, í árásunum. Þá upplýsti Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefði hafið rannsókn á dauða Bandaríkjamannanna sem létust í árásunum í Bengasí. Hann sagði bandarísk stjórnvöld vinna náið með stjórnvöldum í Líbíu að rannsókn málsins. Mótmæli vegna óhróðursmyndarinnar bandarísku, sem nefnist „Innocence of Muslims“ og var birt á netinu, héldu hins vegar áfram víða um heim. Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, lýsti því hins vegar yfir í gær að ekki yrðu heimilaðar neinar árásir á erlend sendiráð í Kaíró og kvað egypska þjóð hafna „ólögmætum aðgerðum“ sem slíkum. Morsi sagði í yfirstandandi heimsókn í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel að hann hefði rætt við Barack Obama Bandaríkjaforseta og fordæmt árásirnar í Líbíu. Á sama tíma tókst mótmælendum við sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró að klífa veggi sendiráðsins og skipta um stund út fána Bandaríkjanna fyrir svartan fána íslamista. Í Dhaka í Bangladess stöðvaði lögregla í gær göngu mótmælenda þar sem slagorð voru kyrjuð og fáni Bandaríkjanna brenndur til að mótmæla óhróðursmyndinni. Þá sást þungvopnað lið hermanna og varða við sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborg Filippseyja.olikr@frettabladid.is Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Teknar voru upp auknar öryggisráðstafanir við sendiráð og sendiskrifstofur Bandaríkjanna um heim allan í gær. Viðbúnaðurinn er vegna árásanna á sendiráð Bandaríkjanna í Líbíu þar sem meðal annars voru drepnir sendiherra Bandaríkjanna og þrír bandarískir sendiráðsstarfsmenn. Haft var eftir ónefndum yfirmanni öryggismála hjá bandarískum stjórnvöldum í gær að árásirnar á miðvikudag hefðu verið þaulskipulagðar og framkvæmdar af þungvopnuðum skæruliðum. Annars vegar hefði verið ráðist á sjálft sendiráðið og hins vegar á athvarf sem átti að vera leynilegt, í þann mund sem líbíska og bandaríska hermenn bar að til að aðstoða starfsfólk sem flúið hafði sendiráðið. Wanis al-Sharef, aðstoðarinnanríkisráðherra í Austur-Líbíu, sagði í gær að grunur léki á að árásirnar hefðu verið í tilefni af því að ellefu ár væru liðin frá árásunum á Bandaríkin 11. september og að þeir sem að árásinni stóðu hefðu skákað í skjóli óbreyttra borgara sem saman voru komnir við sendiráðið til að mótmæla bandarískri óhróðurskvikmynd um íslamska trú. Auk Chris Stevens sendiherra og hinna Bandaríkjamannanna sem létust, þá særðust um 30, bæði Líbanir og Bandaríkjamenn, í árásunum. Þá upplýsti Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefði hafið rannsókn á dauða Bandaríkjamannanna sem létust í árásunum í Bengasí. Hann sagði bandarísk stjórnvöld vinna náið með stjórnvöldum í Líbíu að rannsókn málsins. Mótmæli vegna óhróðursmyndarinnar bandarísku, sem nefnist „Innocence of Muslims“ og var birt á netinu, héldu hins vegar áfram víða um heim. Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, lýsti því hins vegar yfir í gær að ekki yrðu heimilaðar neinar árásir á erlend sendiráð í Kaíró og kvað egypska þjóð hafna „ólögmætum aðgerðum“ sem slíkum. Morsi sagði í yfirstandandi heimsókn í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel að hann hefði rætt við Barack Obama Bandaríkjaforseta og fordæmt árásirnar í Líbíu. Á sama tíma tókst mótmælendum við sendiráð Bandaríkjanna í Kaíró að klífa veggi sendiráðsins og skipta um stund út fána Bandaríkjanna fyrir svartan fána íslamista. Í Dhaka í Bangladess stöðvaði lögregla í gær göngu mótmælenda þar sem slagorð voru kyrjuð og fáni Bandaríkjanna brenndur til að mótmæla óhróðursmyndinni. Þá sást þungvopnað lið hermanna og varða við sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborg Filippseyja.olikr@frettabladid.is
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna