Tíu verðlaunapeningar á tíu sumrum Óskar Ófeigur Jónssob skrifar 3. október 2012 06:00 Freyr Bjarnason sést hér með uppskeru síðustu tíu tímabila; sex gull og fjögur silfur. Mynd/Anton Sumir leikmenn verða bara betri og betri með aldrinum og það á vel við hinn 35 ára gamla Frey Bjarnason sem átti stórkostlegt sumar með FH-ingum. Þegar Tommy Nielsen lagði skóna á hilluna síðasta haust var meiri ábyrgð sett á Frey og hann brást ekki þjálfara sínum Heimi Guðjónssyni. FH-liðinu tókst líka að betrumbæta varnarleikinn og flestir eru sammála um að það hafi verið vörnin sem öðru fremur lagði grunninn að því að FH-ingar endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn. Gerðist síðast á fjórða áratugnumFH-ingar hafa nú verið í efstu tveimur sætum deildarinnar í heilan áratug og það er aðeins einn leikmaður sem hefur spilað með liðinu allan þennan tíma; umræddur Freyr Bjarnason. Þetta hefur enginn leikmaður afrekað eftir seinni heimsstyrjöld og það þarf að fara alla leið aftur til leikmanna í KR-liðinu frá 1926-1937 og Valsliðinu frá 1927-1938 til þess að finna aðra eins velgengni hjá einum leikmanni á Íslandsmótinu. Þegar Freyr kom í FH fyrir þrettán árum var FH-liðið í b-deildinni og hafði ekki spilað úrvalsdeildarleik í fjögur ár. FH-liðið vann 1. deildina af öryggi á hans fyrsta tímabili þar sem hann lék 16 af 18 leikjum. Freysáhrifin á FH-liðiðMynd/AntonFreyr hefur ekki misst úr marga leiki á þessum áratugi en það eru þó einkum tvö tímabil þar sem meiðsli settu strik í reikninginn. Freyr spilaði þannig aðeins átta fyrstu leikina 2006 en meiðsli á hné í júní þýddu að hann var ekki meira með. Freyr missti líka af 10 leikjum sumarið 2009, flestum vegna meiðsla. Mikilvægi Freys sést vel í tölfræðinni um gengi liðsins enda FH-liðið öll árin búið að ná í hærra hlutfall stiga í þeim leikjum sem hann spilaði en í þeim leikjum sem hann hefur misst af. Hér er reyndar undanskilið tímabilið 2005 þar sem Freyr lék alla leikina en það er einnig langbesta tímabil liðsins hvað varðar hlutfall stiga í húsi því FH-ingar náðu í 48 af 54 mögulegum stigum (89 prósent) á því sumri sem Freyr missti ekki úr leik. Það er meira um magnaða tölfræði þegar kemur að Freysáhrifunum á FH-liðið. Freyr er nefnilega búinn að spila 72 prósent leikja FH-liðsins síðan Heimir Guðjónsson tók við liðinu fyrir sumarið 2008 og FH-ingar hafa samt tapað fleiri leikjum án hans (10) en með hann inn á vellinum (9). Erfitt að leika þetta eftirÞað er erfitt að sjá fyrir sér leikmann leika afrek Freys eftir. Að vera lykilmaður í besta liði landsins í heilan áratug er afrek út af fyrir sig en annað er að taka þátt í því að halda liðinu við toppinn á tíu tímabilum í röð. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi tíu tímabil hjá Frey og þar sést gengi FH-liðsins með eða án hans. Tíu tímabil í verðlaunasæti2003 FH í 2. sæti 16 leikir (12 í byrjunarliði) FH með Frey: 60% stiga FH án Freys: 17% stiga2004 FH Íslandsmeistari 17 leikir (17), 1 mark FH með Frey: 71% stiga FH án Freys: 33% stiga2005 FH Íslandsmeistari 18 leikir (18), 1 mark FH með Frey: 89% stiga FH án Freys: 0 leikir2006 FH Íslandsmeistari 8 leikir (8), 1 mark FH með Frey: 83% stiga FH án Freys: 53% stiga2007 FH í 2. sæti 14 leikir (14), 1 mark FH með Frey: 71% stiga FH án Freys: 58% stiga2008 FH Íslandsmeistari 14 leikir (14) FH með Frey: 81% stiga FH án Freys: 54% stiga2009 FH Íslandsmeistari 12 leikir (7) FH með Frey: 86% stiga FH án Freys: 67% stiga2010 FH í 2. sæti 15 leikir (13), 2 mörk FH með Frey: 80% stiga FH án Freys: 38% stiga2011 FH í 2. sæti 20 leikir (20), 1 mark FH með Frey: 73% stiga FH án Freys: 0% stiga2012 FH Íslandsmeistari 18 leikir (18), 1 mark FH með Frey: 76% stiga FH án Freys: 67% stiga2003-12 FH 6 sinnum Íslandsmeistari 152 leikir (141), 8 mörk FH með Frey: 77% stiga FH án Freys: 51% stiga Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Sumir leikmenn verða bara betri og betri með aldrinum og það á vel við hinn 35 ára gamla Frey Bjarnason sem átti stórkostlegt sumar með FH-ingum. Þegar Tommy Nielsen lagði skóna á hilluna síðasta haust var meiri ábyrgð sett á Frey og hann brást ekki þjálfara sínum Heimi Guðjónssyni. FH-liðinu tókst líka að betrumbæta varnarleikinn og flestir eru sammála um að það hafi verið vörnin sem öðru fremur lagði grunninn að því að FH-ingar endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn. Gerðist síðast á fjórða áratugnumFH-ingar hafa nú verið í efstu tveimur sætum deildarinnar í heilan áratug og það er aðeins einn leikmaður sem hefur spilað með liðinu allan þennan tíma; umræddur Freyr Bjarnason. Þetta hefur enginn leikmaður afrekað eftir seinni heimsstyrjöld og það þarf að fara alla leið aftur til leikmanna í KR-liðinu frá 1926-1937 og Valsliðinu frá 1927-1938 til þess að finna aðra eins velgengni hjá einum leikmanni á Íslandsmótinu. Þegar Freyr kom í FH fyrir þrettán árum var FH-liðið í b-deildinni og hafði ekki spilað úrvalsdeildarleik í fjögur ár. FH-liðið vann 1. deildina af öryggi á hans fyrsta tímabili þar sem hann lék 16 af 18 leikjum. Freysáhrifin á FH-liðiðMynd/AntonFreyr hefur ekki misst úr marga leiki á þessum áratugi en það eru þó einkum tvö tímabil þar sem meiðsli settu strik í reikninginn. Freyr spilaði þannig aðeins átta fyrstu leikina 2006 en meiðsli á hné í júní þýddu að hann var ekki meira með. Freyr missti líka af 10 leikjum sumarið 2009, flestum vegna meiðsla. Mikilvægi Freys sést vel í tölfræðinni um gengi liðsins enda FH-liðið öll árin búið að ná í hærra hlutfall stiga í þeim leikjum sem hann spilaði en í þeim leikjum sem hann hefur misst af. Hér er reyndar undanskilið tímabilið 2005 þar sem Freyr lék alla leikina en það er einnig langbesta tímabil liðsins hvað varðar hlutfall stiga í húsi því FH-ingar náðu í 48 af 54 mögulegum stigum (89 prósent) á því sumri sem Freyr missti ekki úr leik. Það er meira um magnaða tölfræði þegar kemur að Freysáhrifunum á FH-liðið. Freyr er nefnilega búinn að spila 72 prósent leikja FH-liðsins síðan Heimir Guðjónsson tók við liðinu fyrir sumarið 2008 og FH-ingar hafa samt tapað fleiri leikjum án hans (10) en með hann inn á vellinum (9). Erfitt að leika þetta eftirÞað er erfitt að sjá fyrir sér leikmann leika afrek Freys eftir. Að vera lykilmaður í besta liði landsins í heilan áratug er afrek út af fyrir sig en annað er að taka þátt í því að halda liðinu við toppinn á tíu tímabilum í röð. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi tíu tímabil hjá Frey og þar sést gengi FH-liðsins með eða án hans. Tíu tímabil í verðlaunasæti2003 FH í 2. sæti 16 leikir (12 í byrjunarliði) FH með Frey: 60% stiga FH án Freys: 17% stiga2004 FH Íslandsmeistari 17 leikir (17), 1 mark FH með Frey: 71% stiga FH án Freys: 33% stiga2005 FH Íslandsmeistari 18 leikir (18), 1 mark FH með Frey: 89% stiga FH án Freys: 0 leikir2006 FH Íslandsmeistari 8 leikir (8), 1 mark FH með Frey: 83% stiga FH án Freys: 53% stiga2007 FH í 2. sæti 14 leikir (14), 1 mark FH með Frey: 71% stiga FH án Freys: 58% stiga2008 FH Íslandsmeistari 14 leikir (14) FH með Frey: 81% stiga FH án Freys: 54% stiga2009 FH Íslandsmeistari 12 leikir (7) FH með Frey: 86% stiga FH án Freys: 67% stiga2010 FH í 2. sæti 15 leikir (13), 2 mörk FH með Frey: 80% stiga FH án Freys: 38% stiga2011 FH í 2. sæti 20 leikir (20), 1 mark FH með Frey: 73% stiga FH án Freys: 0% stiga2012 FH Íslandsmeistari 18 leikir (18), 1 mark FH með Frey: 76% stiga FH án Freys: 67% stiga2003-12 FH 6 sinnum Íslandsmeistari 152 leikir (141), 8 mörk FH með Frey: 77% stiga FH án Freys: 51% stiga
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira