Erlent

Skullu saman á Kringlumýrarbraut

mynd úr safni
Ökumenn tveggja bíla slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar bílar þeirra skullu saman á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Þeir voru báðir fluttir í sjúkrabíl á slysadeild. Tildrög eru óljós, en Sæbrautinni var lokað að hluta á meðan lögregla og björgunarmenn athöfnuðu sig á vettvangi, en þar þurfti slökkviliðið meðal annars að hreinsa upp olíu úr bílunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×