Íslenski boltinn

Keflvíkingar ætla að spýta í lófana og opna veskið

Jóhann Birnir er í samningaviðræðum við félagið.
Jóhann Birnir er í samningaviðræðum við félagið.
Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sér fram á bjarta tíma í Keflavík enda sé staða knattspyrnudeildar betri en oft áður.

"Við teljum okkur vera búna að skrapa botninn í fjármálunum og staðan er betri núna. Við ætlum að spýta í lófana og bæta við okkur mönnum," sagði Þorsteinn við Vísi en ætlar hann sem sagt að opna veskið almennilega?

"Það hefur alltaf verið hægt að opna veskið en það hefur ekki verið neitt í því hingað til. Það er aðeins skárra núna."

Hann segir Guðmund Steinarsson liggja undir feldi með framhaldið og Keflavík er í viðræðum um nýjan samning við Jóhann Birni Guðmundsson en hann er samningslaus.

Þá verða þeir Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson áfram með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×