Íslenski boltinn

Fyrsti úrslitaleikur Fram og KR í fimmtán ár er í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. KR er komið í úrslitaleikinn fjórða árið í röð og vann titilinn 2009 og 2010 en Fram hefur ekki unnuð Reykjavíkurmeistaratitilinn síðan 2006 og er í sínum fyrsta úrslitaleik í fjögur ár.

Fram og KR eru þau tvö félög sem hafa unnið þennan titil oftast allra (KR 37 sinnum - Fram 25 sinnum) en þau eru engu að síður að mætast í fyrsta sinn í fimmtán ár í úrslitaleik mótsins. Þegar félögin mættust síðast 11. maí 1997 þá vann KR í vítakeppni.

Fram tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja Þrótt í vítakeppni í undanúrslitum en KR hafði betur gegn Fylki í hinum undanúrslitaleiknum. Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma munu úrslit knúin fram með vítaspyrnukeppni.

Heiðursgestir leiksins verða tveir fræknir kappar sem gerðu garðinn frægan með þessum félögum. Um er að ræða KR-inginn Gunnar Guðmannsson og Framarann Sigurð J. Svavarsson. Þeir munu heilsa upp á leikmenn fyrir leik og afhenda verðlaun að leik loknum. Aðgangur á leikinn er ókeypis en hann verðir einnig í beinni á Sporttv.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×