Erlent

Felldu tillögu um að lögleiða hjónaband samkynhneigðra

Fulltrúadeild Ástralíuþings felldi í morgun tillögu um að lögleiða hjónaband samkynhneigðs fólks.

98 þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, 42 voru hlynntir því. Julia Gillard forsætisráðherra, og leiðtogi Verkamannaflokksins, var meðal þeirra sem lögðust gegn tillögunni.

Þingmenn flokksins höfðu frjálsar hendur í málinu, og drjúgur hluti þeirra greiddi atkvæði með frumvarpinu. Þar á meðal Anthony Albanese. Hann sagði því fara fjarri að málið hefði verið leitt til lykta.

Samkvæmt könnunum væri meirihluti Ástrala hlynntur því að heimila samkynhneigðu fólki að giftast, hjónaband þeirra hefði verið lögleitt í fimm ríkjum Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×