Innlent

Ríkinu hótað dómsmáli

Íslensk stjórnvöld hafa ekki innleitt tilskipun ESB gegn peningaþvætti að fullu. Fréttablaðið/GVA
Íslensk stjórnvöld hafa ekki innleitt tilskipun ESB gegn peningaþvætti að fullu. Fréttablaðið/GVA
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur brýnt fyrir íslenskum stjórnvöldum að ljúka við innleiðingu þriðju tilskipunar Evrópusambandsins gegn peningaþvætti. Verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir innan tveggja mánaða verður farið með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

Frestur til að ljúka við innleiðingu tilskipunarinnar rann út í lok árs 2007 en stærstur hluti hennar hefur þegar verið innleiddur hér á landi. Það sem út af stendur er að íslensk stjórnvöld eiga eftir að skipa yfirvöld í þeim tilgangi að hafa eftirlit með fasteignasölum og endurskoðendum með það fyrir augum að fylgjast með grunsamlegum fjármagnsfærslum.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×