Gríðarlegt mannfall í Sýrlandi og eyðilegging minja 1. október 2012 04:00 Uppreisnarmenn reyna enn að ná fullum tökum á Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Átökin hafa valdið miklu manntjóni og eyðileggingu.nordicphotos/afp Auk gríðarlegs mannfalls í átökum uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar hafa óafturkræfar skemmdir orðið á heimsminjum í landinu. Um helgina logaði eldur í fornum útimarkaði innan borgarvirkisins í miðborg Aleppo, stærstu borg landsins. Markaðurinn sem enn er starfræktur er vinsæll ferðamannastaður og á heimsminjaskrá UNESCO. Uppreisnarmenn í Aleppo hafa nýtt borgarvirkið sem miðstöð í baráttu sinni gegn stjórn Bashars al-Assad. Borgin byggðist upphaflega upp sem borgríki og þjónaði virkið þá varnartilgangi. Nú þjónar virkið svipuðum tilgangi fyrir uppreisnarmenn. ?Það er mikill missir og harmleikur sem fylgir því sem gerst hefur í Aleppo,? sagði Kishore Rao, stjórnandi UNESCO. Flestar þær minjar sem viðurkenndar eru af UNESCO hafa verið skemmdar í átökunum í Sýrlandi síðustu átján mánuði. Myndbönd uppreisnarmanna á vefnum sýna uppreisnarmenn sprauta vatni á eldinn á meðan félagar þeirra reyna að halda hermönnum stjórnarinnar í skefjum. Sigur í Aleppo yrði hernaðarlega mjög mikilvægur fyrir báðar fylkingar í átökunum í Sýrlandi. Sigur uppreisnarmanna þar myndi veita þeim öfluga varðstöð nærri landamærum Sýrlands við Tyrkland. Borgin, undir hervaldi stjórnarhersins, mundi veita Assad mikilvægt olnbogarými. Borgarastríðið í Sýrlandi hefur nú þegar kostað yfir 30 þúsund manns lífið að sögn aðgerðarsinna. Tyrkir og Egyptar hafa eflt stuðning sinn við uppreisnina. Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, ásamt Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segjast standa saman með íbúum Sýrlands og Palestínumönnum. ?Það er sameiginlegt markmið okkar að standa með þjóðum sem standa uppi í hárinu á stjórnvöldum; að standa með Palestínumönnum og Sýrlendingum,? sagði Mursi. Erdogan biðlaði til Rússa, Kínverja og Írana um að hætta að styðja við bakið á stjórn Assads í Sýrlandi. ?Sagan mun ekki fyrirgefa þeim sem standa með miskunnarlausum stjórnvöldum,? sagði hann. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Auk gríðarlegs mannfalls í átökum uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar hafa óafturkræfar skemmdir orðið á heimsminjum í landinu. Um helgina logaði eldur í fornum útimarkaði innan borgarvirkisins í miðborg Aleppo, stærstu borg landsins. Markaðurinn sem enn er starfræktur er vinsæll ferðamannastaður og á heimsminjaskrá UNESCO. Uppreisnarmenn í Aleppo hafa nýtt borgarvirkið sem miðstöð í baráttu sinni gegn stjórn Bashars al-Assad. Borgin byggðist upphaflega upp sem borgríki og þjónaði virkið þá varnartilgangi. Nú þjónar virkið svipuðum tilgangi fyrir uppreisnarmenn. ?Það er mikill missir og harmleikur sem fylgir því sem gerst hefur í Aleppo,? sagði Kishore Rao, stjórnandi UNESCO. Flestar þær minjar sem viðurkenndar eru af UNESCO hafa verið skemmdar í átökunum í Sýrlandi síðustu átján mánuði. Myndbönd uppreisnarmanna á vefnum sýna uppreisnarmenn sprauta vatni á eldinn á meðan félagar þeirra reyna að halda hermönnum stjórnarinnar í skefjum. Sigur í Aleppo yrði hernaðarlega mjög mikilvægur fyrir báðar fylkingar í átökunum í Sýrlandi. Sigur uppreisnarmanna þar myndi veita þeim öfluga varðstöð nærri landamærum Sýrlands við Tyrkland. Borgin, undir hervaldi stjórnarhersins, mundi veita Assad mikilvægt olnbogarými. Borgarastríðið í Sýrlandi hefur nú þegar kostað yfir 30 þúsund manns lífið að sögn aðgerðarsinna. Tyrkir og Egyptar hafa eflt stuðning sinn við uppreisnina. Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, ásamt Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segjast standa saman með íbúum Sýrlands og Palestínumönnum. ?Það er sameiginlegt markmið okkar að standa með þjóðum sem standa uppi í hárinu á stjórnvöldum; að standa með Palestínumönnum og Sýrlendingum,? sagði Mursi. Erdogan biðlaði til Rússa, Kínverja og Írana um að hætta að styðja við bakið á stjórn Assads í Sýrlandi. ?Sagan mun ekki fyrirgefa þeim sem standa með miskunnarlausum stjórnvöldum,? sagði hann. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira