Gríðarlegt mannfall í Sýrlandi og eyðilegging minja 1. október 2012 04:00 Uppreisnarmenn reyna enn að ná fullum tökum á Aleppo, stærstu borg Sýrlands. Átökin hafa valdið miklu manntjóni og eyðileggingu.nordicphotos/afp Auk gríðarlegs mannfalls í átökum uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar hafa óafturkræfar skemmdir orðið á heimsminjum í landinu. Um helgina logaði eldur í fornum útimarkaði innan borgarvirkisins í miðborg Aleppo, stærstu borg landsins. Markaðurinn sem enn er starfræktur er vinsæll ferðamannastaður og á heimsminjaskrá UNESCO. Uppreisnarmenn í Aleppo hafa nýtt borgarvirkið sem miðstöð í baráttu sinni gegn stjórn Bashars al-Assad. Borgin byggðist upphaflega upp sem borgríki og þjónaði virkið þá varnartilgangi. Nú þjónar virkið svipuðum tilgangi fyrir uppreisnarmenn. ?Það er mikill missir og harmleikur sem fylgir því sem gerst hefur í Aleppo,? sagði Kishore Rao, stjórnandi UNESCO. Flestar þær minjar sem viðurkenndar eru af UNESCO hafa verið skemmdar í átökunum í Sýrlandi síðustu átján mánuði. Myndbönd uppreisnarmanna á vefnum sýna uppreisnarmenn sprauta vatni á eldinn á meðan félagar þeirra reyna að halda hermönnum stjórnarinnar í skefjum. Sigur í Aleppo yrði hernaðarlega mjög mikilvægur fyrir báðar fylkingar í átökunum í Sýrlandi. Sigur uppreisnarmanna þar myndi veita þeim öfluga varðstöð nærri landamærum Sýrlands við Tyrkland. Borgin, undir hervaldi stjórnarhersins, mundi veita Assad mikilvægt olnbogarými. Borgarastríðið í Sýrlandi hefur nú þegar kostað yfir 30 þúsund manns lífið að sögn aðgerðarsinna. Tyrkir og Egyptar hafa eflt stuðning sinn við uppreisnina. Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, ásamt Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segjast standa saman með íbúum Sýrlands og Palestínumönnum. ?Það er sameiginlegt markmið okkar að standa með þjóðum sem standa uppi í hárinu á stjórnvöldum; að standa með Palestínumönnum og Sýrlendingum,? sagði Mursi. Erdogan biðlaði til Rússa, Kínverja og Írana um að hætta að styðja við bakið á stjórn Assads í Sýrlandi. ?Sagan mun ekki fyrirgefa þeim sem standa með miskunnarlausum stjórnvöldum,? sagði hann. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Auk gríðarlegs mannfalls í átökum uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar hafa óafturkræfar skemmdir orðið á heimsminjum í landinu. Um helgina logaði eldur í fornum útimarkaði innan borgarvirkisins í miðborg Aleppo, stærstu borg landsins. Markaðurinn sem enn er starfræktur er vinsæll ferðamannastaður og á heimsminjaskrá UNESCO. Uppreisnarmenn í Aleppo hafa nýtt borgarvirkið sem miðstöð í baráttu sinni gegn stjórn Bashars al-Assad. Borgin byggðist upphaflega upp sem borgríki og þjónaði virkið þá varnartilgangi. Nú þjónar virkið svipuðum tilgangi fyrir uppreisnarmenn. ?Það er mikill missir og harmleikur sem fylgir því sem gerst hefur í Aleppo,? sagði Kishore Rao, stjórnandi UNESCO. Flestar þær minjar sem viðurkenndar eru af UNESCO hafa verið skemmdar í átökunum í Sýrlandi síðustu átján mánuði. Myndbönd uppreisnarmanna á vefnum sýna uppreisnarmenn sprauta vatni á eldinn á meðan félagar þeirra reyna að halda hermönnum stjórnarinnar í skefjum. Sigur í Aleppo yrði hernaðarlega mjög mikilvægur fyrir báðar fylkingar í átökunum í Sýrlandi. Sigur uppreisnarmanna þar myndi veita þeim öfluga varðstöð nærri landamærum Sýrlands við Tyrkland. Borgin, undir hervaldi stjórnarhersins, mundi veita Assad mikilvægt olnbogarými. Borgarastríðið í Sýrlandi hefur nú þegar kostað yfir 30 þúsund manns lífið að sögn aðgerðarsinna. Tyrkir og Egyptar hafa eflt stuðning sinn við uppreisnina. Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, ásamt Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segjast standa saman með íbúum Sýrlands og Palestínumönnum. ?Það er sameiginlegt markmið okkar að standa með þjóðum sem standa uppi í hárinu á stjórnvöldum; að standa með Palestínumönnum og Sýrlendingum,? sagði Mursi. Erdogan biðlaði til Rússa, Kínverja og Írana um að hætta að styðja við bakið á stjórn Assads í Sýrlandi. ?Sagan mun ekki fyrirgefa þeim sem standa með miskunnarlausum stjórnvöldum,? sagði hann. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira