Innlent

Sami háttur á við Varmárósa

Sjaldgæfir fuglar gera sig heimakomna við Varmárósa.
Sjaldgæfir fuglar gera sig heimakomna við Varmárósa. fréttablaðið/valli
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur staðfest samning milli Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar um rekstur og umsjón sveitarfélagsins með friðlandinu við Varmárósa.

Varmárósar voru fyrst friðlýstir árið 1980 í kjölfar þess að þar fannst plöntutegundin fitjasef en plantan er á válista og er einnig friðlýst sem tegund.

Við Varmárósa er einnig að finna mýrar og flóa sem njóta sérstakrar verndar sem og sjávarfitjar og leirur. Þá er í friðlandinu að finna farfugla eins og margæsir, rauðbrystinga og lóuþræla auk sjaldgæfra tegunda svo sem gargönd, grafönd og jafnvel haferni. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×