Óttaðist að bakmeiðsl kæmu í veg fyrir góðan árangur 4. september 2012 17:00 Júlían Jóhann Karl Jóhannsson fagnar heimsmeistaratitli í réttstöðulyftu á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Póllandi. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson hlaut gullverðlaun í réttstöðulyftu í yfirþungavigt á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Póllandi um helgina og setti Íslandsmet unglinga í bekkpressu. Júlían lyfti 325 kílóum í réttstöðulyftu sem tryggði honum heimsmeistaratitilinn. „Mér líður rosalega vel. Ég bjóst eiginlega ekki við þessu því ég tognaði í mjóbaki á mikilvægum tíma í undirbúningnum fyrir leikana. En ég stefndi á að ná góðum árangri," sagði Júlían, sem var á flugvelli í London á leið heim til Íslands þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Júlían er 19 ára gamall og hefur æft kraftlyftingar í fjögur ár hjá kraftlyftingadeild Ármanns. „Ég var í körfubolta áður fyrr en ákvað að prófa kraftlyftingar, man nú eiginlega ekki af hverju það var. En ég fann mig mjög vel um leið og ég byrjaði að æfa. Held að það sé út af því að maður er alltaf að byggja sig upp og finnur og sér árangurinn jafn óðum." Júlían keppti í yfirþungavigt sem er flokkur þeirra sem eru þyngri en 120 kíló. „Ég byrjaði auðvitað í léttari flokkum en er nú kominn í minn rétta flokk," segir Júlían sem æfir sjö sinnum í viku að meðaltali, stundum minna og stundum meira. „Mér gengur bara mjög vel að sameina æfingarnar náminu en ég er á síðasta ári í MH en þar legg ég stund á nám á félagsfræðibraut." Spurður hvort hann viti um fleiri nema í MH sem séu í kraftlyftingum kveður hann nei við. „Ég held ég sé eini nemandinn í skólanum í þessu. En félagar mínir eru flestir í kraftlyftingum," segir Júlían að lokum. sigridur@frettabladid.is Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson hlaut gullverðlaun í réttstöðulyftu í yfirþungavigt á Heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Póllandi um helgina og setti Íslandsmet unglinga í bekkpressu. Júlían lyfti 325 kílóum í réttstöðulyftu sem tryggði honum heimsmeistaratitilinn. „Mér líður rosalega vel. Ég bjóst eiginlega ekki við þessu því ég tognaði í mjóbaki á mikilvægum tíma í undirbúningnum fyrir leikana. En ég stefndi á að ná góðum árangri," sagði Júlían, sem var á flugvelli í London á leið heim til Íslands þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Júlían er 19 ára gamall og hefur æft kraftlyftingar í fjögur ár hjá kraftlyftingadeild Ármanns. „Ég var í körfubolta áður fyrr en ákvað að prófa kraftlyftingar, man nú eiginlega ekki af hverju það var. En ég fann mig mjög vel um leið og ég byrjaði að æfa. Held að það sé út af því að maður er alltaf að byggja sig upp og finnur og sér árangurinn jafn óðum." Júlían keppti í yfirþungavigt sem er flokkur þeirra sem eru þyngri en 120 kíló. „Ég byrjaði auðvitað í léttari flokkum en er nú kominn í minn rétta flokk," segir Júlían sem æfir sjö sinnum í viku að meðaltali, stundum minna og stundum meira. „Mér gengur bara mjög vel að sameina æfingarnar náminu en ég er á síðasta ári í MH en þar legg ég stund á nám á félagsfræðibraut." Spurður hvort hann viti um fleiri nema í MH sem séu í kraftlyftingum kveður hann nei við. „Ég held ég sé eini nemandinn í skólanum í þessu. En félagar mínir eru flestir í kraftlyftingum," segir Júlían að lokum. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira