Erlent

Eiturlyf hamla þúsaldarmarkmiðum

Yury Fedotov stýrir skrifstofu SÞ sem berst gegn eiturlyfjum og glæpum.nordicphotos/afp
Yury Fedotov stýrir skrifstofu SÞ sem berst gegn eiturlyfjum og glæpum.nordicphotos/afp
Efla þarf aðgerðir gegn ólöglegum eiturlyfjum og skipulagðri glæpastarfsemi, eigi að takast að styðja við þróunarlöndin. Þetta segir Yury Fedotov, framkvæmdastjóri stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjum og glæpum (UNODC).

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að um 200 þúsund manns látist árlega í tengslum við heróín, kókaín og önnur eiturlyf. Fjölskyldur splundrist og þjáningar leggist yfir fjölda manns. Þá auki eiturlyfjanotkun á útbreiðslu HIV. Aukna fjármuni þyrfti í þróunaraðstoð.

„Í dag hefur aðeins um fjórðungur allra bænda sem tengjast ólöglegri ræktun eiturlyfja aðgang að þróunaraðstoð. Þessu verður að breyta, ef við ætlum okkur að bjóða upp á ný tækifæri og raunverulega valkosti,“ sagði Fedotov, þegar hann kynnti skýrsluna.

Hann sagði vaxandi skilning á því að skipulagðir glæpir og útbreiðsla eiturlyfja ynnu gegn þúsaldarmarkmiðum SÞ. Í þeim birtast markmið um aðgerðir gegn fátækt og örbirgð í heiminum.

Um 230 milljónir manna, eða 5 prósent jarðarbúa á aldrinum 15 til 64 ára, notuðu ólögleg eiturlyf að minnsta kosti einu sinni árið 2010, samkvæmt skýrslunni. Þá eru 27 milljónir manns háðar eiturlyfjum. Það er rúmlega 0,6 prósent af fullorðnum jarðarbúum, eða einn af hverjum 20.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×