Ný lög eiga að fjölga grænum bifreiðum á vegum landsins 25. júní 2012 06:00 Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn. Þeir komast þó ekki langar vegalengdir. mynd/getty Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira