Ber virðingu fyrir gömlu og góðu 12. maí 2012 13:00 Þau Greta og Jónsi verða glæsileg á sviðinu í Bakú. „Við berum mikla virðingu fyrir þjóðbúningnum en við viljum reyna að nútímavæða hann og gera hann þannig að konur geti notað hann við fleiri tækifæri," segir Rebekka A. Ingimundardóttir, hönnuður kjólsins sem Greta Salóme mun klæðast í Eurovision-söngvakeppninni í Bakú 22. og 26. maí næstkomandi. Rebekka hannaði einnig kjólinn sem Greta klæddist í Hörpunni og báðir voru þeir saumaðir af Elmu Bjarney Guðmundsdóttur. „Við vildum halda þessu þjóðlegu en það eru ýmis óvænt element í kjólnum," segir Rebekka. Fötin sem Jónsi klæðist segir hún vera samstarfsverkefni hennar sjálfrar, Freydísar Jónsdóttur hjá Private Label og þeirra hjá NTC. „Jakkinn er í reiðjakkastíl og hann er með svokallað „cravat" um hálsinn. Svo er hann í háum skóm með buxurnar ofan í, en það á að vísa til þess þegar íslenskir karlmenn voru í ullarsokkum og sauðskinnsskóm," segir hún. Bakraddirnar verða einnig í þjóðlegum stíl í hönnun frá Áróru, Private Label og Huginn Muninn meðal annars. Rebekka fór með hópnum út í morgun, en hún sér einnig um sviðsframkomu atriðisins í Bakú. „Ég er hálfgerður leikstjóri, en svo fengum við hana Völu, dansara frá Íslenska dansflokknum, til að hjálpa okkur með handahreyfingarnar," segir Rebekka sem er lærður leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Hún er ekki búin að hlusta mikið á önnur lög í keppninni en telur okkur þó eiga góða möguleika. „Ég held að við séum að fara að gera góða hluti úti og verðum sjálfum okkur samkvæm," segir hún að lokum. -trs Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Við berum mikla virðingu fyrir þjóðbúningnum en við viljum reyna að nútímavæða hann og gera hann þannig að konur geti notað hann við fleiri tækifæri," segir Rebekka A. Ingimundardóttir, hönnuður kjólsins sem Greta Salóme mun klæðast í Eurovision-söngvakeppninni í Bakú 22. og 26. maí næstkomandi. Rebekka hannaði einnig kjólinn sem Greta klæddist í Hörpunni og báðir voru þeir saumaðir af Elmu Bjarney Guðmundsdóttur. „Við vildum halda þessu þjóðlegu en það eru ýmis óvænt element í kjólnum," segir Rebekka. Fötin sem Jónsi klæðist segir hún vera samstarfsverkefni hennar sjálfrar, Freydísar Jónsdóttur hjá Private Label og þeirra hjá NTC. „Jakkinn er í reiðjakkastíl og hann er með svokallað „cravat" um hálsinn. Svo er hann í háum skóm með buxurnar ofan í, en það á að vísa til þess þegar íslenskir karlmenn voru í ullarsokkum og sauðskinnsskóm," segir hún. Bakraddirnar verða einnig í þjóðlegum stíl í hönnun frá Áróru, Private Label og Huginn Muninn meðal annars. Rebekka fór með hópnum út í morgun, en hún sér einnig um sviðsframkomu atriðisins í Bakú. „Ég er hálfgerður leikstjóri, en svo fengum við hana Völu, dansara frá Íslenska dansflokknum, til að hjálpa okkur með handahreyfingarnar," segir Rebekka sem er lærður leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður. Hún er ekki búin að hlusta mikið á önnur lög í keppninni en telur okkur þó eiga góða möguleika. „Ég held að við séum að fara að gera góða hluti úti og verðum sjálfum okkur samkvæm," segir hún að lokum. -trs
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira