Erlent

Ekki leið til að stilla til friðar

Talsverður fjöldi lagði leið sína á kjörstaði í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Fréttablaðið/AP
Talsverður fjöldi lagði leið sína á kjörstaði í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær. Fréttablaðið/AP
Þingkosningar fóru fram í Sýrlandi í gær. Bashar Assad forseti segir kosningarnar mikilvægar til að koma á umbótum í landinu en uppreisnarmenn segja þær marklausan blekkingarleik sem ekki muni koma á friði í landinu.

Um 7.000 frambjóðendur kepptu um þau 250 þingsæti sem í boði voru. Sýrlenskar sjónvarpsstöðvar sýndu langar raðir við kjörstaði víða í landinu, en um 15 milljónir eru á kjörskrá.

„Andlit stjórnarinnar mun ekki breytast,“ sagði Mousab Alhamadee, einn talsmanna uppreisnarmanna í gær. „Stjórnin er eins og gömul kona sem reynir að yngja sig upp með snyrtivörum.“ - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×