Of Monsters hefur selt yfir hundrað þúsund eintök 1. maí 2012 12:00 Of Monsters and Men í hljóðverinu ásamt upptökustjórunum Jacquire King (lengst til vinstri) og Aroni Arnarssyni (lengst til hægri) í janúar. fréttablaðið/valli fréttablaðið/valli Of Monsters and Men hefur selt sína fyrstu plötu, My Head Is an Animal, samanlagt í rúmum eitt hundrað þúsund eintökum. Þar af hefur hún selst í 95 þúsund eintökum í Bandaríkjunum og Kanada, samkvæmt upplýsingum frá Nielsen Soundscan sem heldur utan um plötusölu vestanhafs. Þessar háu tölur koma ekki á óvart því platan fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans sem er besti árangur íslensks flytjanda frá upphafi. Hér heima hefur hún selst í ellefu þúsund eintökum. Aðspurður telur Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuútgefenda, að töluvert meiri sala á plötunni sé framundan. „Þau eru bara rétt að byrja. Þessi plata á örugglega eftir að seljast helling í viðbót.“ Hann segir góðan árangur Of Monsters and Men í Ameríku rosalega ánægjulegan. „Það hefur verið beðið í svolítinn tíma eftir næsta listamanni frá Íslandi, að hann nái verulegum árangri úti. Það virðast bara vera þau í dag og það er alveg frábært,“ segir hann. „Það sem gerist samhliða svona árangri er að hann skapar athygli og opnar dyr fyrir aðra listamenn frá Íslandi. Það sem skiptir líka máli er að velgengnin hefst í Ameríku en ekki í gegnum Bretland eða Evrópu. Það er eitthvað nýtt í því.“ Útgáfa My Head Is an Animal, sem kom út vestanhafs í byrjun apríl, er örlítið frábrugðin þeirri sem kom út hér á landi í fyrra. Upptökur á endurbættri útgáfu plötunnar fóru fram í Reykjavík með aðstoð upptökustjórans Jacquire King sem hefur unnið með Kings of Leon. Þar eru tvö ný lög sem eru ekki á íslensku útgáfunni en einnig vantar á hana tvö lög sem voru á þeirri íslensku. Platan hefur fengið góða dóma, þar á meðal þrjár stjörnur í vefútgáfu bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Smáskífulagið Little Talks fær einnig fína dóma á vefsíðu Billboard. „Sakleysislegir og grípandi tónarnir segja meira en mörg orð. Undir röddunum hljómar epísk gleði með skemmtilegum blásturhljóðfærum og handaklappi í takt við órafmagnað gítarspil og kraftmikinn trommuleik,“ skrifar gagnrýnandinn. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Of Monsters and Men hefur selt sína fyrstu plötu, My Head Is an Animal, samanlagt í rúmum eitt hundrað þúsund eintökum. Þar af hefur hún selst í 95 þúsund eintökum í Bandaríkjunum og Kanada, samkvæmt upplýsingum frá Nielsen Soundscan sem heldur utan um plötusölu vestanhafs. Þessar háu tölur koma ekki á óvart því platan fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans sem er besti árangur íslensks flytjanda frá upphafi. Hér heima hefur hún selst í ellefu þúsund eintökum. Aðspurður telur Ásmundur Jónsson, formaður Félags hljómplötuútgefenda, að töluvert meiri sala á plötunni sé framundan. „Þau eru bara rétt að byrja. Þessi plata á örugglega eftir að seljast helling í viðbót.“ Hann segir góðan árangur Of Monsters and Men í Ameríku rosalega ánægjulegan. „Það hefur verið beðið í svolítinn tíma eftir næsta listamanni frá Íslandi, að hann nái verulegum árangri úti. Það virðast bara vera þau í dag og það er alveg frábært,“ segir hann. „Það sem gerist samhliða svona árangri er að hann skapar athygli og opnar dyr fyrir aðra listamenn frá Íslandi. Það sem skiptir líka máli er að velgengnin hefst í Ameríku en ekki í gegnum Bretland eða Evrópu. Það er eitthvað nýtt í því.“ Útgáfa My Head Is an Animal, sem kom út vestanhafs í byrjun apríl, er örlítið frábrugðin þeirri sem kom út hér á landi í fyrra. Upptökur á endurbættri útgáfu plötunnar fóru fram í Reykjavík með aðstoð upptökustjórans Jacquire King sem hefur unnið með Kings of Leon. Þar eru tvö ný lög sem eru ekki á íslensku útgáfunni en einnig vantar á hana tvö lög sem voru á þeirri íslensku. Platan hefur fengið góða dóma, þar á meðal þrjár stjörnur í vefútgáfu bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Smáskífulagið Little Talks fær einnig fína dóma á vefsíðu Billboard. „Sakleysislegir og grípandi tónarnir segja meira en mörg orð. Undir röddunum hljómar epísk gleði með skemmtilegum blásturhljóðfærum og handaklappi í takt við órafmagnað gítarspil og kraftmikinn trommuleik,“ skrifar gagnrýnandinn. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira