Boris Tadic reynir að flýta uppgjöri 5. apríl 2012 08:00 Boris Tadic segist aldrei munu viðurkenna sjálfstæði Kosovo. nordicphotos/AFP Forseti Serbíu hefur sagt af sér svo hægt verði að efna til forsetakosninga í maí, samhliða þingkosningum. Flokki hans er kennt um efnahagsvanda og þjóðernissinnar óttast að Tadic muni fórna Kosovo fyrir Evrópusambandsaðild. Boris Tadic, forseti Serbíu, sagði af sér í gær svo hægt verði að hraða forsetakosningum, þar sem hann mun etja kappi við Tomislav Nikolic. Tadic er Evrópusinni en Nikolic þjóðernissinni. Þeir hafa tvisvar áður tekist á í forsetakosningum, og í bæði skiptin hefur Tadic naumlega borið sigur úr býtum. Væntanlega munu fleiri bjóða sig fram, þótt almennt sé ekki búist við að aðrir en Tadic og Nikolic eigi raunverulega möguleika á sigri. Búist er við því að forseti serbneska þjóðþingsins muni nú boða til forsetakosninga þann 6. maí næstkomandi, sama dag og kosið verður bæði til þings og sveitarstjórna. Hljóti enginn frambjóðenda helming atkvæða þá verður efnt til seinni umferðar kosninganna, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta í fyrri umferðinni. Tadic hefur unnið hörðum höndum að því að þoka Serbíu í áttina að Evrópusambandinu, en segir að nú þurfi kjósendur að taka afstöðu. „Ég býð upp á leið evrópsks samruna og vörn fyrir einingu landsins,“ sagði Tadic þegar hann tilkynnti um uppsögn sína. „Ég býð mig fram með bjartsýni að leiðarljósi vegna þeirrar jákvæðu þróunar sem verið hefur í landinu okkar.“ Kjörtímabil Tadic átti ekki að renna út fyrr en snemma á næsta ári, en hann hefur greinilega ákveðið að veðja á að forsetakosningar nú, á sama tíma og þingkosningar, geti hjálpað stjórnmálaflokki hans, Lýðræðisflokknum, sem hefur dalað í skoðanakönnunum undanfarið. Serbneski framfaraflokkurinn, sem er þjóðernissinnaflokkur mótframbjóðandans Nikolic, hefur á hinn bóginn unnið á í skoðanakönnunum. Nikolic segist bjartsýnn á að vinna sigur í forsetakosningunum í maí. Lýðræðisflokki Tadic er kennt um alvarlegan efnahagsvanda og erfitt ástand margra hópa í samfélaginu af þeim sökum. Þjóðernissinnar segjast einnig sannfærðir um að Tadic og Lýðræðisflokkurinn ætli að fórna Kosovo fyrir hugsanlega aðild að Evrópusambandinu síðar meir. Kosovohérað lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 eftir langvarandi átök Serba og Kosovo-Albana, sem nú eru í miklum meirihluta íbúa Kosovo þótt Serbar hafi áður verið meirihluti íbúa þar. Tadic tók hins vegar fram, þegar hann tilkynnti um afsögn sína: „Ég mun aldrei viðurkenna Kosovo.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Forseti Serbíu hefur sagt af sér svo hægt verði að efna til forsetakosninga í maí, samhliða þingkosningum. Flokki hans er kennt um efnahagsvanda og þjóðernissinnar óttast að Tadic muni fórna Kosovo fyrir Evrópusambandsaðild. Boris Tadic, forseti Serbíu, sagði af sér í gær svo hægt verði að hraða forsetakosningum, þar sem hann mun etja kappi við Tomislav Nikolic. Tadic er Evrópusinni en Nikolic þjóðernissinni. Þeir hafa tvisvar áður tekist á í forsetakosningum, og í bæði skiptin hefur Tadic naumlega borið sigur úr býtum. Væntanlega munu fleiri bjóða sig fram, þótt almennt sé ekki búist við að aðrir en Tadic og Nikolic eigi raunverulega möguleika á sigri. Búist er við því að forseti serbneska þjóðþingsins muni nú boða til forsetakosninga þann 6. maí næstkomandi, sama dag og kosið verður bæði til þings og sveitarstjórna. Hljóti enginn frambjóðenda helming atkvæða þá verður efnt til seinni umferðar kosninganna, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta í fyrri umferðinni. Tadic hefur unnið hörðum höndum að því að þoka Serbíu í áttina að Evrópusambandinu, en segir að nú þurfi kjósendur að taka afstöðu. „Ég býð upp á leið evrópsks samruna og vörn fyrir einingu landsins,“ sagði Tadic þegar hann tilkynnti um uppsögn sína. „Ég býð mig fram með bjartsýni að leiðarljósi vegna þeirrar jákvæðu þróunar sem verið hefur í landinu okkar.“ Kjörtímabil Tadic átti ekki að renna út fyrr en snemma á næsta ári, en hann hefur greinilega ákveðið að veðja á að forsetakosningar nú, á sama tíma og þingkosningar, geti hjálpað stjórnmálaflokki hans, Lýðræðisflokknum, sem hefur dalað í skoðanakönnunum undanfarið. Serbneski framfaraflokkurinn, sem er þjóðernissinnaflokkur mótframbjóðandans Nikolic, hefur á hinn bóginn unnið á í skoðanakönnunum. Nikolic segist bjartsýnn á að vinna sigur í forsetakosningunum í maí. Lýðræðisflokki Tadic er kennt um alvarlegan efnahagsvanda og erfitt ástand margra hópa í samfélaginu af þeim sökum. Þjóðernissinnar segjast einnig sannfærðir um að Tadic og Lýðræðisflokkurinn ætli að fórna Kosovo fyrir hugsanlega aðild að Evrópusambandinu síðar meir. Kosovohérað lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 eftir langvarandi átök Serba og Kosovo-Albana, sem nú eru í miklum meirihluta íbúa Kosovo þótt Serbar hafi áður verið meirihluti íbúa þar. Tadic tók hins vegar fram, þegar hann tilkynnti um afsögn sína: „Ég mun aldrei viðurkenna Kosovo.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira