Boris Tadic reynir að flýta uppgjöri 5. apríl 2012 08:00 Boris Tadic segist aldrei munu viðurkenna sjálfstæði Kosovo. nordicphotos/AFP Forseti Serbíu hefur sagt af sér svo hægt verði að efna til forsetakosninga í maí, samhliða þingkosningum. Flokki hans er kennt um efnahagsvanda og þjóðernissinnar óttast að Tadic muni fórna Kosovo fyrir Evrópusambandsaðild. Boris Tadic, forseti Serbíu, sagði af sér í gær svo hægt verði að hraða forsetakosningum, þar sem hann mun etja kappi við Tomislav Nikolic. Tadic er Evrópusinni en Nikolic þjóðernissinni. Þeir hafa tvisvar áður tekist á í forsetakosningum, og í bæði skiptin hefur Tadic naumlega borið sigur úr býtum. Væntanlega munu fleiri bjóða sig fram, þótt almennt sé ekki búist við að aðrir en Tadic og Nikolic eigi raunverulega möguleika á sigri. Búist er við því að forseti serbneska þjóðþingsins muni nú boða til forsetakosninga þann 6. maí næstkomandi, sama dag og kosið verður bæði til þings og sveitarstjórna. Hljóti enginn frambjóðenda helming atkvæða þá verður efnt til seinni umferðar kosninganna, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta í fyrri umferðinni. Tadic hefur unnið hörðum höndum að því að þoka Serbíu í áttina að Evrópusambandinu, en segir að nú þurfi kjósendur að taka afstöðu. „Ég býð upp á leið evrópsks samruna og vörn fyrir einingu landsins,“ sagði Tadic þegar hann tilkynnti um uppsögn sína. „Ég býð mig fram með bjartsýni að leiðarljósi vegna þeirrar jákvæðu þróunar sem verið hefur í landinu okkar.“ Kjörtímabil Tadic átti ekki að renna út fyrr en snemma á næsta ári, en hann hefur greinilega ákveðið að veðja á að forsetakosningar nú, á sama tíma og þingkosningar, geti hjálpað stjórnmálaflokki hans, Lýðræðisflokknum, sem hefur dalað í skoðanakönnunum undanfarið. Serbneski framfaraflokkurinn, sem er þjóðernissinnaflokkur mótframbjóðandans Nikolic, hefur á hinn bóginn unnið á í skoðanakönnunum. Nikolic segist bjartsýnn á að vinna sigur í forsetakosningunum í maí. Lýðræðisflokki Tadic er kennt um alvarlegan efnahagsvanda og erfitt ástand margra hópa í samfélaginu af þeim sökum. Þjóðernissinnar segjast einnig sannfærðir um að Tadic og Lýðræðisflokkurinn ætli að fórna Kosovo fyrir hugsanlega aðild að Evrópusambandinu síðar meir. Kosovohérað lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 eftir langvarandi átök Serba og Kosovo-Albana, sem nú eru í miklum meirihluta íbúa Kosovo þótt Serbar hafi áður verið meirihluti íbúa þar. Tadic tók hins vegar fram, þegar hann tilkynnti um afsögn sína: „Ég mun aldrei viðurkenna Kosovo.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Forseti Serbíu hefur sagt af sér svo hægt verði að efna til forsetakosninga í maí, samhliða þingkosningum. Flokki hans er kennt um efnahagsvanda og þjóðernissinnar óttast að Tadic muni fórna Kosovo fyrir Evrópusambandsaðild. Boris Tadic, forseti Serbíu, sagði af sér í gær svo hægt verði að hraða forsetakosningum, þar sem hann mun etja kappi við Tomislav Nikolic. Tadic er Evrópusinni en Nikolic þjóðernissinni. Þeir hafa tvisvar áður tekist á í forsetakosningum, og í bæði skiptin hefur Tadic naumlega borið sigur úr býtum. Væntanlega munu fleiri bjóða sig fram, þótt almennt sé ekki búist við að aðrir en Tadic og Nikolic eigi raunverulega möguleika á sigri. Búist er við því að forseti serbneska þjóðþingsins muni nú boða til forsetakosninga þann 6. maí næstkomandi, sama dag og kosið verður bæði til þings og sveitarstjórna. Hljóti enginn frambjóðenda helming atkvæða þá verður efnt til seinni umferðar kosninganna, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta í fyrri umferðinni. Tadic hefur unnið hörðum höndum að því að þoka Serbíu í áttina að Evrópusambandinu, en segir að nú þurfi kjósendur að taka afstöðu. „Ég býð upp á leið evrópsks samruna og vörn fyrir einingu landsins,“ sagði Tadic þegar hann tilkynnti um uppsögn sína. „Ég býð mig fram með bjartsýni að leiðarljósi vegna þeirrar jákvæðu þróunar sem verið hefur í landinu okkar.“ Kjörtímabil Tadic átti ekki að renna út fyrr en snemma á næsta ári, en hann hefur greinilega ákveðið að veðja á að forsetakosningar nú, á sama tíma og þingkosningar, geti hjálpað stjórnmálaflokki hans, Lýðræðisflokknum, sem hefur dalað í skoðanakönnunum undanfarið. Serbneski framfaraflokkurinn, sem er þjóðernissinnaflokkur mótframbjóðandans Nikolic, hefur á hinn bóginn unnið á í skoðanakönnunum. Nikolic segist bjartsýnn á að vinna sigur í forsetakosningunum í maí. Lýðræðisflokki Tadic er kennt um alvarlegan efnahagsvanda og erfitt ástand margra hópa í samfélaginu af þeim sökum. Þjóðernissinnar segjast einnig sannfærðir um að Tadic og Lýðræðisflokkurinn ætli að fórna Kosovo fyrir hugsanlega aðild að Evrópusambandinu síðar meir. Kosovohérað lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 eftir langvarandi átök Serba og Kosovo-Albana, sem nú eru í miklum meirihluta íbúa Kosovo þótt Serbar hafi áður verið meirihluti íbúa þar. Tadic tók hins vegar fram, þegar hann tilkynnti um afsögn sína: „Ég mun aldrei viðurkenna Kosovo.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira