Lífið

Mátar hönnun sína

Victoria Beckham segist máta sína eigin hönnun.
Victoria Beckham segist máta sína eigin hönnun.
Fatahönnuðurinn Victoria Beckham segist sjálf máta frumgerð hönnunar sinnar svo hún sjái betur hvernig flíkurnar passi. „Það er fyndið að við mátum flíkurnar á himinháar, sautján ára gamlar fyrirsætur og svo kem ég og segi: „Jæja, nú ætla ég að máta. Ég stend fyrir hina venjulegu konu.“ Þannig finnst mér best að vinna og þetta er hluti af hönnunarferlinu. Ég stend á nærfötunum einum fata og máta föt og efni,“ sagði Beckham í viðtali við Harper’s Bazaar UK. Ummælin hafa vakið nokkra athygli því mörgum þykir Beckham töluvert grennri í vexti en meðalkvenmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.