Lífið

This Will Destroy You spilar í Hörpu í apríl

Bandaríska rokksveitin This Will Destroy You kemur til landsins í apríl.
Bandaríska rokksveitin This Will Destroy You kemur til landsins í apríl.
Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni Stopover Series verða í Hörpu 17. apríl. Þar koma fram bandaríska jaðarrokksveitin This Will Destroy You frá Texas og Kimono.

Stopover Series er sett saman og studd af Kimi Records, Kex Hostel, Icelandair, Hörpu, Gogoyoko og Reyka. Tónleikaröðin hefur það markmið að bjóða upp á tónleika með reglulegu millibili með spennandi jaðarhljómsveitum af erlendum uppruna. Fyrirkomulaginu er þannig háttað að hljómsveitir nýta sér kosti leiðarkerfis Icelandair og stoppa hér á leið sinni yfir Atlantshafið og nýta hér tímann til tónleikahalds og hvíldar.

This Will Destroy You gaf út sína aðra plötu, Tunnel Blanket, á síðasta ári sem hlaut góðar viðtökur. Sveitin hefur átt fjölmörg lög í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarin ár og á hún til að mynda lag í myndinni Moneyball.

Rokksveitin Kimono fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir með ýmsum hætti, meðal annars með útgáfu á tónleikaupptökum sem og tónleikahaldi ýmiss konar. Miðasala á tónleikana hefst þriðjudaginn 3. apríl og fer fram á Harpa.is og Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.