Innlent

Saga ferðaþjónustunnar í bók

Árni 
Gunnarsson
Árni Gunnarsson
Stefnt er að útgáfu sögu ferðaþjónustunnar á Íslandi innan þriggja ára, samkvæmt samkomulagi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og iðnaðarráðuneytisins. Árni Gunnarson, formaður SAF, segir að ýmislegt hafi verið gert til að skrásetja einstök sögubrot úr ferðaþjónustunni, svo sem með kostun og vefútgáfu viðtala við ýmsa af frumkvöðlum íslenskrar ferðaþjónustu. Hann segir stjórn SAF hafa ákveðið að verja fimm milljónum króna til að koma af stað ritun sögunnar, en ráðuneytið leggi fram sömu upphæð á móti.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×