Er enginn dauðadómur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2012 08:00 Tryggvi er prímusmótorinn í liði Eyjamanna og hans verður sárt saknað í fyrstu umferðum Íslandsmótsins í ár. Mynd/Anton „Þetta er ekki skemmtilegt mál. Ég hef verið slæmur aftan í kálfa í um tvær vikur. Hef verið í sjúkraþjálfun vegna þessa en það hefur ekkert lagast. Ég fór svo í ómskoðun og þá kom í ljós að ég er með svokallaðan bláæðarblóðtappa í kálfanum," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Hann mun verða frá knattspyrnuiðkun í þrjá til sex mánuði vegna veikindanna og því ljóst að hann bætir ekki markametið í efstu deild snemma næsta sumar. Tryggvi deilir metinu með Inga Birni Albertssyni en þeir hafa báðir skorað 126 mörk í efstu deild. „Þetta er alvarlegt mál. Nú er ég kominn á blóðþynningarlyf, þarf að sprauta mig í magann og sætta mig við að vera sjúklingur." Tryggvi er þekktur harðjaxl sem spilar nánast alltaf þó svo hann sé eitthvað meiddur. Það sannaði hann ítrekað síðasta sumar er hann spilaði allur blár og marinn hvað eftir annað. „Ég þarf að gúgla þetta og skoða hvað menn hafa verið fljótir til baka sem hafa lent í álíka. Það er talað um þrjá til sex mánuði en eigum við þá ekki að segja að ég verði tvo mánuði frá," sagði Tryggvi bjartsýnn en hann ætlar ekki að láta veikindin aftra sér frá því að ná markametinu sem hann hefur svo lengi stefnt að. „Það eru samt allir í kringum mig að taka veikindin alvarlega. Ég má ekkert æfa á meðan ég er á þessum lyfjum. Ég verð að sætta mig við það en vonandi get ég farið að hjóla eða synda sem fyrst," sagði Tryggvi en hann getur ekki neitað því að þetta sé talsvert áfall fyrir sig. „Þetta verður mjög erfitt en er samt það alvarlegt að aldrei þessu vant verð ég að hlusta á og hlýða því sem læknarnir segja við mig. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu því ég hélt ég væri bara með stífan kálfa."nagli Tryggvi spilaði ítrekað í fyrra þó svo hann hafi verið allur lurkum laminn. Nú verður hann loksins að taka hvíld. fréttablaðið/gvaTryggvi stefnir á að fara með Eyjamönnum í æfingaferð í lok mars þó svo hann sé veikur enda eru þær ferðir ekki síður til þess að þjappa hópnum saman. „Ég verð svo að sætta mig við að missa af fyrstu leikjunum. Ég hef nú alltaf byrjað mótin vel en það verður ekki af því í ár. Þetta er samt enginn dauðadómur þó alvarlegt sé. Það verða líklega einhverjir fengir því að ég sé farinn af vellinum og hætti að skammast í þeim," sagði Tryggvi léttur. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, var hálfsleginn er Fréttablaðið heyrði í hinum enda tiltölulega nýbúinn að fá fréttirnar. „Þetta er mikið áfall og það er alveg klárt að við erum að taka eitt skref til baka með því að missa Tryggva. „Þetta er alveg grátlegt því hann var í ótrúlega góðu formi og fyrsti leikurinn án hans er eini leikurinn sem við náðum ekki að skora í vetur. Það munar mikið um hann." Magnús segir líklegt að ÍBV muni styrkja sig í ljósi þessarar stöðu. „Við erum enn að melta þetta en ég tel ansi líklegt að við verðum að bæta við okkur manni. Sá maður verður að koma að utan því enginn slíkur er á lausu hér á Íslandi." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
„Þetta er ekki skemmtilegt mál. Ég hef verið slæmur aftan í kálfa í um tvær vikur. Hef verið í sjúkraþjálfun vegna þessa en það hefur ekkert lagast. Ég fór svo í ómskoðun og þá kom í ljós að ég er með svokallaðan bláæðarblóðtappa í kálfanum," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, við Fréttablaðið í gær. Hann mun verða frá knattspyrnuiðkun í þrjá til sex mánuði vegna veikindanna og því ljóst að hann bætir ekki markametið í efstu deild snemma næsta sumar. Tryggvi deilir metinu með Inga Birni Albertssyni en þeir hafa báðir skorað 126 mörk í efstu deild. „Þetta er alvarlegt mál. Nú er ég kominn á blóðþynningarlyf, þarf að sprauta mig í magann og sætta mig við að vera sjúklingur." Tryggvi er þekktur harðjaxl sem spilar nánast alltaf þó svo hann sé eitthvað meiddur. Það sannaði hann ítrekað síðasta sumar er hann spilaði allur blár og marinn hvað eftir annað. „Ég þarf að gúgla þetta og skoða hvað menn hafa verið fljótir til baka sem hafa lent í álíka. Það er talað um þrjá til sex mánuði en eigum við þá ekki að segja að ég verði tvo mánuði frá," sagði Tryggvi bjartsýnn en hann ætlar ekki að láta veikindin aftra sér frá því að ná markametinu sem hann hefur svo lengi stefnt að. „Það eru samt allir í kringum mig að taka veikindin alvarlega. Ég má ekkert æfa á meðan ég er á þessum lyfjum. Ég verð að sætta mig við það en vonandi get ég farið að hjóla eða synda sem fyrst," sagði Tryggvi en hann getur ekki neitað því að þetta sé talsvert áfall fyrir sig. „Þetta verður mjög erfitt en er samt það alvarlegt að aldrei þessu vant verð ég að hlusta á og hlýða því sem læknarnir segja við mig. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu því ég hélt ég væri bara með stífan kálfa."nagli Tryggvi spilaði ítrekað í fyrra þó svo hann hafi verið allur lurkum laminn. Nú verður hann loksins að taka hvíld. fréttablaðið/gvaTryggvi stefnir á að fara með Eyjamönnum í æfingaferð í lok mars þó svo hann sé veikur enda eru þær ferðir ekki síður til þess að þjappa hópnum saman. „Ég verð svo að sætta mig við að missa af fyrstu leikjunum. Ég hef nú alltaf byrjað mótin vel en það verður ekki af því í ár. Þetta er samt enginn dauðadómur þó alvarlegt sé. Það verða líklega einhverjir fengir því að ég sé farinn af vellinum og hætti að skammast í þeim," sagði Tryggvi léttur. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, var hálfsleginn er Fréttablaðið heyrði í hinum enda tiltölulega nýbúinn að fá fréttirnar. „Þetta er mikið áfall og það er alveg klárt að við erum að taka eitt skref til baka með því að missa Tryggva. „Þetta er alveg grátlegt því hann var í ótrúlega góðu formi og fyrsti leikurinn án hans er eini leikurinn sem við náðum ekki að skora í vetur. Það munar mikið um hann." Magnús segir líklegt að ÍBV muni styrkja sig í ljósi þessarar stöðu. „Við erum enn að melta þetta en ég tel ansi líklegt að við verðum að bæta við okkur manni. Sá maður verður að koma að utan því enginn slíkur er á lausu hér á Íslandi."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira