Spánverjar standa ekki við loforðin 3. mars 2012 03:30 Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sem nú fer með formennsku í ráði Evrópusambandsins, undirritar samning um fjármálabandalag. Angela Merkel Þýskalandskanslari bíður eftir að röðin komi að sér. nordicphotos/AFP Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að Serbía fái stöðu umsóknarríkis, en Rúmenía og Búlgaría þurfa enn um sinn að bíða eftir því að fá aðild að Schengen-sambandinu. Endanlegri ákvörðun um greiðslu til Grikklands var frestað fram á fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins í næstu viku, þegar samningar um niðurfellingu banka á skuldum gríska ríkisins verða frágengnir. Þá hafa 25 af 27 ríkjum Evrópusambandsins tekið ákvörðun um stofnun fjármálabandalags, sem á að tryggja aga í fjárlagagerð ríkjanna. Auk Breta ákváðu Tékkar að standa utan við bandalagið. Þessar ákvarðanir voru teknar á tveggja daga leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær. Á sama tíma bárust hins vegar þær fréttir frá Spáni að fjárlagahallinn þar verði í ár 5,8 prósent, sem er 1,4 prósentustigum hærri spænsk stjórnvöld höfðu lofað Evrópusambandinu. „Ég ráðgaðist ekkert við leiðtoga Evrópusambandsins en mun tilkynna framkvæmdastjórninni þetta í apríl,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. „Þetta er fullveldisákvörðun af hálfu Spánar.“ Hann sagði reyndar stefnt að koma fjárlagahallanum niður í þrjú prósent á næsta ári, sem verður þá í samræmi við áætlun Evrópusambandsins. Hann vildi jafnframt fullvissa alla um að hann stæði eftir sem áður við áform um strangt aðhald í ríkisfjármálum. Spánverjar höfðu óskað eftir því við Evrópusambandið að mega fara eitthvað yfir 4,4 prósenta halla, en fengu ekki jákvæð svör. Leiðtogar Evrópusambandsins lögðu áherslu á það í gær að nú þegar fjármálabandalagið er orðið að veruleika og nokkurn veginn búið að ganga frá björgunarpakka handa Grikkjum, þá þurfi að fara að huga af alvöru að því að auka hagvöxt á evrusvæðinu. Ágreiningurinn við Spán sýnir hins vegar vel þann vanda sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir, að þurfa að minnka skuldasúpu evruríkjanna en um leið örva hagvöxtinn til að geta staðið undir niðurgreiðslu þessara sömu skulda. „Við erum í viðkvæmri stöðu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari. „Kreppan er engan veginn búin.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að Serbía fái stöðu umsóknarríkis, en Rúmenía og Búlgaría þurfa enn um sinn að bíða eftir því að fá aðild að Schengen-sambandinu. Endanlegri ákvörðun um greiðslu til Grikklands var frestað fram á fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins í næstu viku, þegar samningar um niðurfellingu banka á skuldum gríska ríkisins verða frágengnir. Þá hafa 25 af 27 ríkjum Evrópusambandsins tekið ákvörðun um stofnun fjármálabandalags, sem á að tryggja aga í fjárlagagerð ríkjanna. Auk Breta ákváðu Tékkar að standa utan við bandalagið. Þessar ákvarðanir voru teknar á tveggja daga leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær. Á sama tíma bárust hins vegar þær fréttir frá Spáni að fjárlagahallinn þar verði í ár 5,8 prósent, sem er 1,4 prósentustigum hærri spænsk stjórnvöld höfðu lofað Evrópusambandinu. „Ég ráðgaðist ekkert við leiðtoga Evrópusambandsins en mun tilkynna framkvæmdastjórninni þetta í apríl,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. „Þetta er fullveldisákvörðun af hálfu Spánar.“ Hann sagði reyndar stefnt að koma fjárlagahallanum niður í þrjú prósent á næsta ári, sem verður þá í samræmi við áætlun Evrópusambandsins. Hann vildi jafnframt fullvissa alla um að hann stæði eftir sem áður við áform um strangt aðhald í ríkisfjármálum. Spánverjar höfðu óskað eftir því við Evrópusambandið að mega fara eitthvað yfir 4,4 prósenta halla, en fengu ekki jákvæð svör. Leiðtogar Evrópusambandsins lögðu áherslu á það í gær að nú þegar fjármálabandalagið er orðið að veruleika og nokkurn veginn búið að ganga frá björgunarpakka handa Grikkjum, þá þurfi að fara að huga af alvöru að því að auka hagvöxt á evrusvæðinu. Ágreiningurinn við Spán sýnir hins vegar vel þann vanda sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir, að þurfa að minnka skuldasúpu evruríkjanna en um leið örva hagvöxtinn til að geta staðið undir niðurgreiðslu þessara sömu skulda. „Við erum í viðkvæmri stöðu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari. „Kreppan er engan veginn búin.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira