Ekki lengur ungir á móti gömlum daginn fyrir leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2012 07:00 Emil er hér í gömlum landsleik gegn Hollandi en hann minnti á sig í leiknum gegn Svartfjallalandi á miðvikudag.nordic photos/ap „Ég er vanur að spila í bláu með liðinu mínu þannig að þetta var ekkert skrítið," sagði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson léttur en hann lék á miðvikudag sinn fyrsta landsleik í tvö ár. Emil hefur verið að leika vel á Ítalíu með félagi sínu, Hellas Verona, og skilaði fínum 45 mínútum gegn Svartfjallalandi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Mér fannst þetta ganga vel og var sáttur. Það var alltaf ákveðið að ég myndi spila í 45 mínútur. Bæði af því að ég er tæpur vegna meiðsla og svo eigum við stórleik gegn Sampdoria um helgina." Emil er vanur að leika inni á miðjunni með Verona en hann var alltaf kantmaður er hann átti fast sæti í landsliðinu. Það breyttist ekkert gegn Svartfjallalandi því hann var aftur kominn á kantinn. „Ég get alveg leyst þá stöðu þó svo mér finnist skemmtilegra að spila inni á miðri miðjunni. Ég er tilbúinn að gera það sem Lars biður mig um að gera og reyni að gera það eins vel og ég get. Ég verð að nýta þau tækifæri sem mér bjóðast," sagði Emil en er búið að kveikja gamla landsliðsneistann hjá honum eftir þennan leik? „Já, kannski. Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekkert saknað landsliðsins mikið síðustu tvö ár og einbeitt mér bara að mínu félagsliði. Það hefur gengið vel. Ég hef ekkert verið að hanga við símann og bíða eftir kallinu í landsliðið. Þegar það er hringt er maður að sjálfsögðu til í að mæta." Undirbúningurinn fyrir leikinn betri en áðurEmil segir að dagarnir með landsliðinu hafi verið góðir og honum líst vel á það sem Lars Lagerbäck er að gera með landsliðið. „Mér líst vel á þetta prógramm sem er í gangi. Það er margt öðruvísi núna en áður og til að mynda var undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan mun betri," sagði Emil og bætir við að allar æfingar hafi meðal annars verið markvissari en áður. „Æfingarnar eru skipulagðar og Lars virðist vera mjög skipulagður. Það er eitthvað sem ég þekki vel frá Ítalíu og kann að meta. Allar æfingar voru markvissar en áður var kannski bara ungir á móti gömlum daginn fyrir leik. Það er búið og nú er meiri fagmennska. Það er eitthvað fyrir fram ákveðið og einhver áætlun í gangi sem hefur ekki verið undanfarið," sagði Emil og telur að með slíkum vinnubrögðum geti landsliðið náð sér á strik á nýjan leik. „Þannig virkar fótboltinn. Við erum kannski ekki með bestu fótboltamenn í heimi en ef það er almennileg leikáætlun og skipulag þá eigum við möguleika. Ef við mætum óskipulagðir í leiki eigum við ekki góða möguleika. Þess vegna er ítalski boltinn meðal annars á uppleið því það er verið að pæla í öllu." Það leyndi sér ekki í leik Íslands gegn Svartfjallalandi að leikmenn voru að fylgja uppsettu og æfðu skipulagi og svo var baráttan og andinn til fyrirmyndar. „Baráttan verður alltaf að vera til staðar ef við ætlum að ná úrslitum. Við ætluðum að fylgja því með ákveðni sem Lars var búinn að leggja upp. Bæði í vörn og sókn. Það gekk ekki allt upp í fyrstu tilraun en því meira sem við vinnum saman held ég að við förum að bæta okkur. Það er ýmislegt nýtt í gangi og það hefur ekki verið svona gott skipulag hjá landsliðinu lengi sem er frábært. Lars veit greinilega alveg hvað hann er að gera. Við verðum því að leggjast á eitt, hlusta á kallinn og fara eftir því sem hann segir." Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
„Ég er vanur að spila í bláu með liðinu mínu þannig að þetta var ekkert skrítið," sagði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson léttur en hann lék á miðvikudag sinn fyrsta landsleik í tvö ár. Emil hefur verið að leika vel á Ítalíu með félagi sínu, Hellas Verona, og skilaði fínum 45 mínútum gegn Svartfjallalandi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Mér fannst þetta ganga vel og var sáttur. Það var alltaf ákveðið að ég myndi spila í 45 mínútur. Bæði af því að ég er tæpur vegna meiðsla og svo eigum við stórleik gegn Sampdoria um helgina." Emil er vanur að leika inni á miðjunni með Verona en hann var alltaf kantmaður er hann átti fast sæti í landsliðinu. Það breyttist ekkert gegn Svartfjallalandi því hann var aftur kominn á kantinn. „Ég get alveg leyst þá stöðu þó svo mér finnist skemmtilegra að spila inni á miðri miðjunni. Ég er tilbúinn að gera það sem Lars biður mig um að gera og reyni að gera það eins vel og ég get. Ég verð að nýta þau tækifæri sem mér bjóðast," sagði Emil en er búið að kveikja gamla landsliðsneistann hjá honum eftir þennan leik? „Já, kannski. Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekkert saknað landsliðsins mikið síðustu tvö ár og einbeitt mér bara að mínu félagsliði. Það hefur gengið vel. Ég hef ekkert verið að hanga við símann og bíða eftir kallinu í landsliðið. Þegar það er hringt er maður að sjálfsögðu til í að mæta." Undirbúningurinn fyrir leikinn betri en áðurEmil segir að dagarnir með landsliðinu hafi verið góðir og honum líst vel á það sem Lars Lagerbäck er að gera með landsliðið. „Mér líst vel á þetta prógramm sem er í gangi. Það er margt öðruvísi núna en áður og til að mynda var undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan mun betri," sagði Emil og bætir við að allar æfingar hafi meðal annars verið markvissari en áður. „Æfingarnar eru skipulagðar og Lars virðist vera mjög skipulagður. Það er eitthvað sem ég þekki vel frá Ítalíu og kann að meta. Allar æfingar voru markvissar en áður var kannski bara ungir á móti gömlum daginn fyrir leik. Það er búið og nú er meiri fagmennska. Það er eitthvað fyrir fram ákveðið og einhver áætlun í gangi sem hefur ekki verið undanfarið," sagði Emil og telur að með slíkum vinnubrögðum geti landsliðið náð sér á strik á nýjan leik. „Þannig virkar fótboltinn. Við erum kannski ekki með bestu fótboltamenn í heimi en ef það er almennileg leikáætlun og skipulag þá eigum við möguleika. Ef við mætum óskipulagðir í leiki eigum við ekki góða möguleika. Þess vegna er ítalski boltinn meðal annars á uppleið því það er verið að pæla í öllu." Það leyndi sér ekki í leik Íslands gegn Svartfjallalandi að leikmenn voru að fylgja uppsettu og æfðu skipulagi og svo var baráttan og andinn til fyrirmyndar. „Baráttan verður alltaf að vera til staðar ef við ætlum að ná úrslitum. Við ætluðum að fylgja því með ákveðni sem Lars var búinn að leggja upp. Bæði í vörn og sókn. Það gekk ekki allt upp í fyrstu tilraun en því meira sem við vinnum saman held ég að við förum að bæta okkur. Það er ýmislegt nýtt í gangi og það hefur ekki verið svona gott skipulag hjá landsliðinu lengi sem er frábært. Lars veit greinilega alveg hvað hann er að gera. Við verðum því að leggjast á eitt, hlusta á kallinn og fara eftir því sem hann segir."
Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira