Ekki lengur ungir á móti gömlum daginn fyrir leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. mars 2012 07:00 Emil er hér í gömlum landsleik gegn Hollandi en hann minnti á sig í leiknum gegn Svartfjallalandi á miðvikudag.nordic photos/ap „Ég er vanur að spila í bláu með liðinu mínu þannig að þetta var ekkert skrítið," sagði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson léttur en hann lék á miðvikudag sinn fyrsta landsleik í tvö ár. Emil hefur verið að leika vel á Ítalíu með félagi sínu, Hellas Verona, og skilaði fínum 45 mínútum gegn Svartfjallalandi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Mér fannst þetta ganga vel og var sáttur. Það var alltaf ákveðið að ég myndi spila í 45 mínútur. Bæði af því að ég er tæpur vegna meiðsla og svo eigum við stórleik gegn Sampdoria um helgina." Emil er vanur að leika inni á miðjunni með Verona en hann var alltaf kantmaður er hann átti fast sæti í landsliðinu. Það breyttist ekkert gegn Svartfjallalandi því hann var aftur kominn á kantinn. „Ég get alveg leyst þá stöðu þó svo mér finnist skemmtilegra að spila inni á miðri miðjunni. Ég er tilbúinn að gera það sem Lars biður mig um að gera og reyni að gera það eins vel og ég get. Ég verð að nýta þau tækifæri sem mér bjóðast," sagði Emil en er búið að kveikja gamla landsliðsneistann hjá honum eftir þennan leik? „Já, kannski. Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekkert saknað landsliðsins mikið síðustu tvö ár og einbeitt mér bara að mínu félagsliði. Það hefur gengið vel. Ég hef ekkert verið að hanga við símann og bíða eftir kallinu í landsliðið. Þegar það er hringt er maður að sjálfsögðu til í að mæta." Undirbúningurinn fyrir leikinn betri en áðurEmil segir að dagarnir með landsliðinu hafi verið góðir og honum líst vel á það sem Lars Lagerbäck er að gera með landsliðið. „Mér líst vel á þetta prógramm sem er í gangi. Það er margt öðruvísi núna en áður og til að mynda var undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan mun betri," sagði Emil og bætir við að allar æfingar hafi meðal annars verið markvissari en áður. „Æfingarnar eru skipulagðar og Lars virðist vera mjög skipulagður. Það er eitthvað sem ég þekki vel frá Ítalíu og kann að meta. Allar æfingar voru markvissar en áður var kannski bara ungir á móti gömlum daginn fyrir leik. Það er búið og nú er meiri fagmennska. Það er eitthvað fyrir fram ákveðið og einhver áætlun í gangi sem hefur ekki verið undanfarið," sagði Emil og telur að með slíkum vinnubrögðum geti landsliðið náð sér á strik á nýjan leik. „Þannig virkar fótboltinn. Við erum kannski ekki með bestu fótboltamenn í heimi en ef það er almennileg leikáætlun og skipulag þá eigum við möguleika. Ef við mætum óskipulagðir í leiki eigum við ekki góða möguleika. Þess vegna er ítalski boltinn meðal annars á uppleið því það er verið að pæla í öllu." Það leyndi sér ekki í leik Íslands gegn Svartfjallalandi að leikmenn voru að fylgja uppsettu og æfðu skipulagi og svo var baráttan og andinn til fyrirmyndar. „Baráttan verður alltaf að vera til staðar ef við ætlum að ná úrslitum. Við ætluðum að fylgja því með ákveðni sem Lars var búinn að leggja upp. Bæði í vörn og sókn. Það gekk ekki allt upp í fyrstu tilraun en því meira sem við vinnum saman held ég að við förum að bæta okkur. Það er ýmislegt nýtt í gangi og það hefur ekki verið svona gott skipulag hjá landsliðinu lengi sem er frábært. Lars veit greinilega alveg hvað hann er að gera. Við verðum því að leggjast á eitt, hlusta á kallinn og fara eftir því sem hann segir." Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
„Ég er vanur að spila í bláu með liðinu mínu þannig að þetta var ekkert skrítið," sagði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson léttur en hann lék á miðvikudag sinn fyrsta landsleik í tvö ár. Emil hefur verið að leika vel á Ítalíu með félagi sínu, Hellas Verona, og skilaði fínum 45 mínútum gegn Svartfjallalandi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Mér fannst þetta ganga vel og var sáttur. Það var alltaf ákveðið að ég myndi spila í 45 mínútur. Bæði af því að ég er tæpur vegna meiðsla og svo eigum við stórleik gegn Sampdoria um helgina." Emil er vanur að leika inni á miðjunni með Verona en hann var alltaf kantmaður er hann átti fast sæti í landsliðinu. Það breyttist ekkert gegn Svartfjallalandi því hann var aftur kominn á kantinn. „Ég get alveg leyst þá stöðu þó svo mér finnist skemmtilegra að spila inni á miðri miðjunni. Ég er tilbúinn að gera það sem Lars biður mig um að gera og reyni að gera það eins vel og ég get. Ég verð að nýta þau tækifæri sem mér bjóðast," sagði Emil en er búið að kveikja gamla landsliðsneistann hjá honum eftir þennan leik? „Já, kannski. Ég get alveg viðurkennt að ég hef ekkert saknað landsliðsins mikið síðustu tvö ár og einbeitt mér bara að mínu félagsliði. Það hefur gengið vel. Ég hef ekkert verið að hanga við símann og bíða eftir kallinu í landsliðið. Þegar það er hringt er maður að sjálfsögðu til í að mæta." Undirbúningurinn fyrir leikinn betri en áðurEmil segir að dagarnir með landsliðinu hafi verið góðir og honum líst vel á það sem Lars Lagerbäck er að gera með landsliðið. „Mér líst vel á þetta prógramm sem er í gangi. Það er margt öðruvísi núna en áður og til að mynda var undirbúningurinn fyrir leikinn sjálfan mun betri," sagði Emil og bætir við að allar æfingar hafi meðal annars verið markvissari en áður. „Æfingarnar eru skipulagðar og Lars virðist vera mjög skipulagður. Það er eitthvað sem ég þekki vel frá Ítalíu og kann að meta. Allar æfingar voru markvissar en áður var kannski bara ungir á móti gömlum daginn fyrir leik. Það er búið og nú er meiri fagmennska. Það er eitthvað fyrir fram ákveðið og einhver áætlun í gangi sem hefur ekki verið undanfarið," sagði Emil og telur að með slíkum vinnubrögðum geti landsliðið náð sér á strik á nýjan leik. „Þannig virkar fótboltinn. Við erum kannski ekki með bestu fótboltamenn í heimi en ef það er almennileg leikáætlun og skipulag þá eigum við möguleika. Ef við mætum óskipulagðir í leiki eigum við ekki góða möguleika. Þess vegna er ítalski boltinn meðal annars á uppleið því það er verið að pæla í öllu." Það leyndi sér ekki í leik Íslands gegn Svartfjallalandi að leikmenn voru að fylgja uppsettu og æfðu skipulagi og svo var baráttan og andinn til fyrirmyndar. „Baráttan verður alltaf að vera til staðar ef við ætlum að ná úrslitum. Við ætluðum að fylgja því með ákveðni sem Lars var búinn að leggja upp. Bæði í vörn og sókn. Það gekk ekki allt upp í fyrstu tilraun en því meira sem við vinnum saman held ég að við förum að bæta okkur. Það er ýmislegt nýtt í gangi og það hefur ekki verið svona gott skipulag hjá landsliðinu lengi sem er frábært. Lars veit greinilega alveg hvað hann er að gera. Við verðum því að leggjast á eitt, hlusta á kallinn og fara eftir því sem hann segir."
Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira