Til í hvað sem er með Baltasar Atli Fannar Bjarkason skrifar 21. janúar 2012 11:00 Ánægður með samstarfið Mark Wahlberg er gríðarlega ánægður með samstarfið við Baltasar Kormák og vill gera nýja kvikmynd með honum sem fyrst. Contraband, kvikmynd Baltasars Kormáks, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Leikarinn og framleiðandinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í myndinni og er virkilega ánægður með samstarfið við Baltasar. „Baltasar lofaði að bjóða mér til Íslands, en ég hef ekki ennþá fundið tíma. Mig langar mikið til að heimsækja landið,“ segir leikarinn, framleiðandinn og fyrrverandi rapparinn Mark Wahlberg. Wahlberg er mikill Hollywood-harðjaxl og símanærveran rímar við það; hann hlær ekki (enda reyndi ég ekki að vera fyndinn) og skilar orðunum frá sér skýrt og skorinort. Hann er raunar svo mikill harðjaxl að hann segir í nýju viðtali að hann hefði gripið í taumana áður en önnur flugvélin hafnaði á háhýsi í New York 11. september 2001. Bara ef hann hefði verið um borð í vélinni (hann átti bókaðan miða, en forfallaðist). Hann hefur reyndar beðist afsökunar á þeim ummælum. Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í Contraband, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hann var staddur í New Orleans í Bandaríkjunum þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. Þar er hann að framleiða og leika í kvikmyndinni Broken City ásamt velsku þokkadísinni Catherine Zeta-Jones og ástralska þumbanum Russell Crowe. Þú hefur unnið með heimsfrægum leikstjórum á borð við Martin Scorsese og Paul Thomas Anderson, hvernig var að leika undir stjórn leikstjóra frá eyju sem fæstir vita að sé til? „Ég naut þess. Baltasar er svo hæfileikaríkur leikstjóri og hæfileikaríkur leikari. Hann stóð sig stórkostlega og sá til þess að allir leikararnir gerðu sitt besta. Þá hvatti hann alla til að prófa nýja hluti með frábærum árangri. Málið með Baltasar er að hann er ekki vanur að vinna með jafn stórar upphæðir og tíðkast í Hollywood. Þess vegna er hann ekki hræddur við að óhreinka á sér hendurnar og ganga í öll verk, stór og smá. Þess vegna vonast ég til að gera aðra mynd með Baltasar sem fyrst.“ Vá, þessi náungi er hæfileikaríkurContraband er endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam, eftir Óskar Jónasson. Baltasar Kormákur lék aðalhlutverkið í henni og Mark Wahlberg tók svo við keflinu af honum og lék sömu persónu í Contraband. Wahlberg fékk sent eintak af Reykjavík Rotterdam í gegnum umboðsskrifstofuna William Morris/Endeavour, skömmu eftir að skrifstofan gerði samning við Baltasar. „Þau bjuggust við að ég kynni að meta myndina. Ég horfði á hana og fannst hún algjörlega frábær og hugsaði með mér: „Vá, þessi náungi er mjög hæfileikaríkur. Bæði fyrir framan og aftan linsuna.“ Eftir það horfði ég á allar myndirnar hans Baltasars. Það sem ég elskaði við Reykjavík Rotterdam er hvernig aðalkarakterinn er jafn klár og hann er harður. Þá fundu þeir fundu mjög ferska leið til að gera hasarmynd.“ En urðu engir menningarárekstrar þegar Hollywood mætti norðrinu? „Ég óttaðist að það yrðu einhvers konar tungumálaörðugleikar, en strax á fyrsta degi sá ég að hann var með hlutina á hreinu og var handviss um að samstarfið yrði gott. Við unnum líka saman í leikaravalinu, vegna þess að ég var að framleiða, og það gekk mjög vel. Ég hafði strax mikla trú á honum.“ Höfðu trú á ContrabandContraband var frumsýnd hér heima á föstudag, en úti í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Myndin fór beint á topp aðsóknarlistans vestanhafs og þegar þetta er skrifað er hún komin langleiðina með að borga upp rúmlega 40 milljón dala framleiðslukostnaðinn. Ekki slæmt á tæpum tveimur vikum. En bjóst Wahlberg við þessum árangri? „Við vorum að vona að myndin næði toppnum, enda höfðum við mikla trú á henni. Við gerðum okkar besta við að kynna myndina og Universal stóð sig líka vel í því. En þegar öllu er á botninn hvolft er ástæðan fyrir velgengni myndarinnar sú að fólk sá stikluna og sjónvarpsauglýsingarnar. Þær vöktu áhuga fólks. Þannig ákveð ég líka hvort ég ætli að sjá mynd – áhugavert brot úr kvikmynd er það sem fær mig til að fara út og kaupa miða.“ Nú horfa menn í aurinn í Hollywood, þannig að þegar menn ná myndum á toppinn hlýtur það að vekja athygli. Hvernig myndirðu ráðleggja Baltasar að vinna úr stöðunni sem er komin upp? „Hann verður að sjálfsögðu að velja næstu verkefni vel. Hann er mjög klár og þarf finna verkefni sem mun vekja viðbrögð áhorfenda.“ Gera aðra mynd samanSamstarf þitt og Baltasars virðist hafa gengið mjög vel, þið talið allavega afar fallega hvor um annan og eruð búnir að ákveða að vinna saman á ný, ekki satt? „Já, við vonumst til að gera aðra mynd í byrjun sumars. Myndin heitir 2 Guns og við vorum að gera nýjum leikara tilboð um hlutverk og bíðum átekta. Ef hann samþykkir ættum við að geta hafist handa í maí eða júní. En ég myndi gera hvað sem er með Baltasar, hann er svo hæfileikaríkur náungi og þægilegur í samstarfi. Við erum mjög líkir að því leyti að vinnan er í forgangi. Ég er mikill aðdáandi hans.“ Það hefur verið talsvert slúðrað um frekara samstarf ykkar í vefmiðlum, meðal annars um að þú viljir að Baltasar leikstýri mynd sem yrði undanfari The Fighter, er eitthvað til í því? „Ég veit það ekki, enda erum við ennþá að bíða eftir handritinu. Hún yrði augljóslega afar frábrugðin upprunalegu myndinni, en þetta kemur síðar í ljós. Við finnum út úr þessu.“ Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Contraband, kvikmynd Baltasars Kormáks, fór beint á toppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Leikarinn og framleiðandinn Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í myndinni og er virkilega ánægður með samstarfið við Baltasar. „Baltasar lofaði að bjóða mér til Íslands, en ég hef ekki ennþá fundið tíma. Mig langar mikið til að heimsækja landið,“ segir leikarinn, framleiðandinn og fyrrverandi rapparinn Mark Wahlberg. Wahlberg er mikill Hollywood-harðjaxl og símanærveran rímar við það; hann hlær ekki (enda reyndi ég ekki að vera fyndinn) og skilar orðunum frá sér skýrt og skorinort. Hann er raunar svo mikill harðjaxl að hann segir í nýju viðtali að hann hefði gripið í taumana áður en önnur flugvélin hafnaði á háhýsi í New York 11. september 2001. Bara ef hann hefði verið um borð í vélinni (hann átti bókaðan miða, en forfallaðist). Hann hefur reyndar beðist afsökunar á þeim ummælum. Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í Contraband, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, sem var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Hann var staddur í New Orleans í Bandaríkjunum þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. Þar er hann að framleiða og leika í kvikmyndinni Broken City ásamt velsku þokkadísinni Catherine Zeta-Jones og ástralska þumbanum Russell Crowe. Þú hefur unnið með heimsfrægum leikstjórum á borð við Martin Scorsese og Paul Thomas Anderson, hvernig var að leika undir stjórn leikstjóra frá eyju sem fæstir vita að sé til? „Ég naut þess. Baltasar er svo hæfileikaríkur leikstjóri og hæfileikaríkur leikari. Hann stóð sig stórkostlega og sá til þess að allir leikararnir gerðu sitt besta. Þá hvatti hann alla til að prófa nýja hluti með frábærum árangri. Málið með Baltasar er að hann er ekki vanur að vinna með jafn stórar upphæðir og tíðkast í Hollywood. Þess vegna er hann ekki hræddur við að óhreinka á sér hendurnar og ganga í öll verk, stór og smá. Þess vegna vonast ég til að gera aðra mynd með Baltasar sem fyrst.“ Vá, þessi náungi er hæfileikaríkurContraband er endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam, eftir Óskar Jónasson. Baltasar Kormákur lék aðalhlutverkið í henni og Mark Wahlberg tók svo við keflinu af honum og lék sömu persónu í Contraband. Wahlberg fékk sent eintak af Reykjavík Rotterdam í gegnum umboðsskrifstofuna William Morris/Endeavour, skömmu eftir að skrifstofan gerði samning við Baltasar. „Þau bjuggust við að ég kynni að meta myndina. Ég horfði á hana og fannst hún algjörlega frábær og hugsaði með mér: „Vá, þessi náungi er mjög hæfileikaríkur. Bæði fyrir framan og aftan linsuna.“ Eftir það horfði ég á allar myndirnar hans Baltasars. Það sem ég elskaði við Reykjavík Rotterdam er hvernig aðalkarakterinn er jafn klár og hann er harður. Þá fundu þeir fundu mjög ferska leið til að gera hasarmynd.“ En urðu engir menningarárekstrar þegar Hollywood mætti norðrinu? „Ég óttaðist að það yrðu einhvers konar tungumálaörðugleikar, en strax á fyrsta degi sá ég að hann var með hlutina á hreinu og var handviss um að samstarfið yrði gott. Við unnum líka saman í leikaravalinu, vegna þess að ég var að framleiða, og það gekk mjög vel. Ég hafði strax mikla trú á honum.“ Höfðu trú á ContrabandContraband var frumsýnd hér heima á föstudag, en úti í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Myndin fór beint á topp aðsóknarlistans vestanhafs og þegar þetta er skrifað er hún komin langleiðina með að borga upp rúmlega 40 milljón dala framleiðslukostnaðinn. Ekki slæmt á tæpum tveimur vikum. En bjóst Wahlberg við þessum árangri? „Við vorum að vona að myndin næði toppnum, enda höfðum við mikla trú á henni. Við gerðum okkar besta við að kynna myndina og Universal stóð sig líka vel í því. En þegar öllu er á botninn hvolft er ástæðan fyrir velgengni myndarinnar sú að fólk sá stikluna og sjónvarpsauglýsingarnar. Þær vöktu áhuga fólks. Þannig ákveð ég líka hvort ég ætli að sjá mynd – áhugavert brot úr kvikmynd er það sem fær mig til að fara út og kaupa miða.“ Nú horfa menn í aurinn í Hollywood, þannig að þegar menn ná myndum á toppinn hlýtur það að vekja athygli. Hvernig myndirðu ráðleggja Baltasar að vinna úr stöðunni sem er komin upp? „Hann verður að sjálfsögðu að velja næstu verkefni vel. Hann er mjög klár og þarf finna verkefni sem mun vekja viðbrögð áhorfenda.“ Gera aðra mynd samanSamstarf þitt og Baltasars virðist hafa gengið mjög vel, þið talið allavega afar fallega hvor um annan og eruð búnir að ákveða að vinna saman á ný, ekki satt? „Já, við vonumst til að gera aðra mynd í byrjun sumars. Myndin heitir 2 Guns og við vorum að gera nýjum leikara tilboð um hlutverk og bíðum átekta. Ef hann samþykkir ættum við að geta hafist handa í maí eða júní. En ég myndi gera hvað sem er með Baltasar, hann er svo hæfileikaríkur náungi og þægilegur í samstarfi. Við erum mjög líkir að því leyti að vinnan er í forgangi. Ég er mikill aðdáandi hans.“ Það hefur verið talsvert slúðrað um frekara samstarf ykkar í vefmiðlum, meðal annars um að þú viljir að Baltasar leikstýri mynd sem yrði undanfari The Fighter, er eitthvað til í því? „Ég veit það ekki, enda erum við ennþá að bíða eftir handritinu. Hún yrði augljóslega afar frábrugðin upprunalegu myndinni, en þetta kemur síðar í ljós. Við finnum út úr þessu.“
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira