Lífið

Allt öðruvísi en í Potter

Daniel Radcliffe ásamt meðleikurum sínum úr Harry Potter.
Daniel Radcliffe ásamt meðleikurum sínum úr Harry Potter.
Daniel Radcliffe sem er þekktur fyrir hlutverk Harry Potter í samnefndum myndum leikur ekkjumann og föður í nýrri draugamynd. Hún nefnist The Woman in Black og er byggð á samnefndri draugasögu Susan Hill.

Hann gerir sér grein fyrir því að hlutverkið er töluvert öðruvísi en fólk á að venjast af honum úr Harry Potter-myndunum. „Ég lít allt öðruvísi út í The Woman In Black en fólk á að venjast. Ég held að fólk eigi ekki eftir að hugsa: „Af hverju er hann ekki í skólabúningi?" þegar það horfir á myndina," sagði Radcliffe í viðtali við Metro. „Ég hlakka til að vita hvað fólki finnst um myndina. Hún er mjög spennandi, mjög falleg og bara ekta bresk hryllingsmynd. Ég held að fólk eigi eftir að hafa gaman af henni."

Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið í febrúar og er sú fyrsta sem Radcliffe leikur í síðan hann var í síðustu Harry Potter-myndinni sem kom út í fyrra.

Hinn 22 ára leikari er með fleiri járn í eldinum því hann fékk nýlega hlutverk sem ljóðskáldið Allen Ginsberg í spennumyndinni Kill Your Darlings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.