Trúfrelsi eða trúræði? Bjarni Jónsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavíkurborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þorsteinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og annarra sem krafist hafa að viðhaldið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggjuefni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borgaraleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðarmerki á milli annars vegar siðferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunnstoðum kristni og innleiða skólastarf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrirrúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekkingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðsorð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem foreldrar þeirra aðhyllast. Foreldrarnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barnastarf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nánast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildishlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökkumanna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mikilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skólanna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsendum kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skólastjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreytileika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkjuna og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunverulegu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Veraldlegt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífsskoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Veraldlegt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavíkurborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þorsteinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og annarra sem krafist hafa að viðhaldið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggjuefni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borgaraleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðarmerki á milli annars vegar siðferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunnstoðum kristni og innleiða skólastarf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrirrúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekkingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðsorð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem foreldrar þeirra aðhyllast. Foreldrarnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barnastarf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nánast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildishlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökkumanna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mikilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skólanna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsendum kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skólastjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreytileika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkjuna og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunverulegu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Veraldlegt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífsskoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Veraldlegt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val?
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun