Trúfrelsi eða trúræði? Bjarni Jónsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavíkurborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þorsteinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og annarra sem krafist hafa að viðhaldið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggjuefni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borgaraleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðarmerki á milli annars vegar siðferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunnstoðum kristni og innleiða skólastarf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrirrúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekkingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðsorð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem foreldrar þeirra aðhyllast. Foreldrarnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barnastarf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nánast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildishlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökkumanna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mikilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skólanna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsendum kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skólastjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreytileika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkjuna og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunverulegu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Veraldlegt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífsskoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Veraldlegt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavíkurborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þorsteinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og annarra sem krafist hafa að viðhaldið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggjuefni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borgaraleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðarmerki á milli annars vegar siðferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunnstoðum kristni og innleiða skólastarf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrirrúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekkingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðsorð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem foreldrar þeirra aðhyllast. Foreldrarnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barnastarf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nánast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildishlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökkumanna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mikilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skólanna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsendum kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skólastjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreytileika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkjuna og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunverulegu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Veraldlegt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífsskoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Veraldlegt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun