Íslenski boltinn

ÍA og KR hafa samið um kaupverð á Gary Martin

Gary Martin mun klæðast KR keppnistreyjunni fljótlega en ÍA og KR hafa komist að samkomulagi um kaupverð á enska framherjanum
Gary Martin mun klæðast KR keppnistreyjunni fljótlega en ÍA og KR hafa komist að samkomulagi um kaupverð á enska framherjanum Guðmundur Bjarki Halldórsson

Sóknarmaður Skagamanna Gary Martin nálgast KR eftir að félögin náðu samkomulagi um kaupverð á Martin í gærkvöldi. Þetta staðfesti Kristinn Kærnested formaður knattspyrnudeildar KR við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun.

KR talaði einnig við Martin í fyrsta skipti í gærkvöldi og skoðar Englendingurinn nú tilboð KR-inga en búast má við því að Martin verði leikmaður KR-inga í Pepsi-deild karla fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×