Lars Lagerbäck: Hitti Eið Smára í fyrsta skipti í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2012 16:50 Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, kynnti í dag sinn sterkasta hóp fyrir æfingaleikinn gegn Færeyingum sem fram fer á Laugardalsvelli 15. ágúst. „Við vorum heppnir í vor að fá æfingaleiki en venjulega fáum við ekki mikið af þeim. Ég sagði strákunum að nema þeir hefðu mjög góða ástæðu vildi ég fá þá heim í leikinn. Ég ræddi við um helming þeirra og þeir tóku allir vel í það," sagði Lagerbäck í viðtali við Hörð Magnússon á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Um árlegan æfingaleik þjóðanna er að ræða en undanfarin ár hefur Ísland teflt fram nokkurs konar b-liði í landsliðsleikjunum. Grétar Rafn Steinsson og Eiður Smári Guðjohnsen, sem báðir eru án liðs, voru ekki valdir. Möguleiki er þó á að þeir komi til móts við hópinn í næstu viku. „Ég ræddi við Grétar tvívegis og hann er mjög jákvæður en á eftir að finna sér lið. Við ákváðu að bíða þar til í næstu viku með að taka ákvörðun. Kannski tökum við þá inn í hópinn sama hvað gerist. Við eigum eftir að ákveða það," sagði Lagerbäck sem ræddi einnig við Eið Smára. „Ég hitti Eið Smára í gær. Það var í fyrsta skipti sem ég ræddi við hann augliti til auglitis. Ég hef áður rætt við hann í síma en ég vildi vita um áform hans varðandi framtíð sína og þátttöku með landsliðinu. Hann var mjög jákvæður," sagði Lagerbäck og má skilja á honum að Eiður Smári sé nærri því að finna sér nýtt félag. „Þú verður að spyrja hann sjálfur en mér skildist á honum að hann teldi að hann myndi finna sér nýtt félag í náinni framtíð," sagði Lagerbäck sem hefur trú á Eiði Smára. „Ég sá leiki Íslands á síðasta ári og af þeim að dæma er hann ennþá mjög góður leikmaður. Ef hann finnur sér félag og er í formi bjóðum við hann velkominn í hópinn. Sömu reglur gilda þó um hann eins og aðra leikmenn," sagði Lagerbäck. Sá sænski segist mjög ánægður með æfingaleikina sem íslenska liðið hefur fengið það sem af er árinu. Liðið hefur leikið fjóra leiki sem hafa þó allir tapast. „Það var samt leiðinlegt að geta ekki spilað þá á heimavelli fyrir knattspyrnuunnendur hér á landi. Sérstaklega núna, ég er kannski ekki hlutlaus, en ég tel Ísland eiga svo marga góða unga leikmenn sem eru að koma upp." Lagerbäck vonast til þess að Íslendingar fjölmenni á völlinn. „Ég vona að við náum góðum leik gegn Færeyingum og margir áhorfendur mæti til að sjá Gylfa (Þór Sigurðsson), Kolbein og alla þessa ungu góðu leikmenn sem við eigum. Auðvitað hlakka ég til heimaleiks á Laugardalsvelli," segir Lagerbäck og viðurkennir að erfitt hafi verið að velja hópinn. „Það eru góðir leikmenn utan hópsins sem getur vel verið að komist í hópinn. Það eru líka allir heilir fyrir utan Hallgrím (Jónasson) sem gæti einnig komið inn í hópinn í næstu viku," segir Lagerbäck. Fótbolti Tengdar fréttir Ingvar eini nýliðinn í Færeyjahóp Lagerbäck - enginn Eiður Smári eða Grétar Rafn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir vináttulandsleik á móti Færeyjum 15. ágúst næstkomandi. Þetta verður fyrsti landsliðsins á heimavelli undir stjórn Svíans en hann mun fara fram á Laugardalsvelli eftir tvær vikur. 1. ágúst 2012 13:27 Ingvar: Þetta var meira í framtíðardraumunum "Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum. 1. ágúst 2012 14:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, kynnti í dag sinn sterkasta hóp fyrir æfingaleikinn gegn Færeyingum sem fram fer á Laugardalsvelli 15. ágúst. „Við vorum heppnir í vor að fá æfingaleiki en venjulega fáum við ekki mikið af þeim. Ég sagði strákunum að nema þeir hefðu mjög góða ástæðu vildi ég fá þá heim í leikinn. Ég ræddi við um helming þeirra og þeir tóku allir vel í það," sagði Lagerbäck í viðtali við Hörð Magnússon á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Um árlegan æfingaleik þjóðanna er að ræða en undanfarin ár hefur Ísland teflt fram nokkurs konar b-liði í landsliðsleikjunum. Grétar Rafn Steinsson og Eiður Smári Guðjohnsen, sem báðir eru án liðs, voru ekki valdir. Möguleiki er þó á að þeir komi til móts við hópinn í næstu viku. „Ég ræddi við Grétar tvívegis og hann er mjög jákvæður en á eftir að finna sér lið. Við ákváðu að bíða þar til í næstu viku með að taka ákvörðun. Kannski tökum við þá inn í hópinn sama hvað gerist. Við eigum eftir að ákveða það," sagði Lagerbäck sem ræddi einnig við Eið Smára. „Ég hitti Eið Smára í gær. Það var í fyrsta skipti sem ég ræddi við hann augliti til auglitis. Ég hef áður rætt við hann í síma en ég vildi vita um áform hans varðandi framtíð sína og þátttöku með landsliðinu. Hann var mjög jákvæður," sagði Lagerbäck og má skilja á honum að Eiður Smári sé nærri því að finna sér nýtt félag. „Þú verður að spyrja hann sjálfur en mér skildist á honum að hann teldi að hann myndi finna sér nýtt félag í náinni framtíð," sagði Lagerbäck sem hefur trú á Eiði Smára. „Ég sá leiki Íslands á síðasta ári og af þeim að dæma er hann ennþá mjög góður leikmaður. Ef hann finnur sér félag og er í formi bjóðum við hann velkominn í hópinn. Sömu reglur gilda þó um hann eins og aðra leikmenn," sagði Lagerbäck. Sá sænski segist mjög ánægður með æfingaleikina sem íslenska liðið hefur fengið það sem af er árinu. Liðið hefur leikið fjóra leiki sem hafa þó allir tapast. „Það var samt leiðinlegt að geta ekki spilað þá á heimavelli fyrir knattspyrnuunnendur hér á landi. Sérstaklega núna, ég er kannski ekki hlutlaus, en ég tel Ísland eiga svo marga góða unga leikmenn sem eru að koma upp." Lagerbäck vonast til þess að Íslendingar fjölmenni á völlinn. „Ég vona að við náum góðum leik gegn Færeyingum og margir áhorfendur mæti til að sjá Gylfa (Þór Sigurðsson), Kolbein og alla þessa ungu góðu leikmenn sem við eigum. Auðvitað hlakka ég til heimaleiks á Laugardalsvelli," segir Lagerbäck og viðurkennir að erfitt hafi verið að velja hópinn. „Það eru góðir leikmenn utan hópsins sem getur vel verið að komist í hópinn. Það eru líka allir heilir fyrir utan Hallgrím (Jónasson) sem gæti einnig komið inn í hópinn í næstu viku," segir Lagerbäck.
Fótbolti Tengdar fréttir Ingvar eini nýliðinn í Færeyjahóp Lagerbäck - enginn Eiður Smári eða Grétar Rafn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir vináttulandsleik á móti Færeyjum 15. ágúst næstkomandi. Þetta verður fyrsti landsliðsins á heimavelli undir stjórn Svíans en hann mun fara fram á Laugardalsvelli eftir tvær vikur. 1. ágúst 2012 13:27 Ingvar: Þetta var meira í framtíðardraumunum "Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum. 1. ágúst 2012 14:00 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Ingvar eini nýliðinn í Færeyjahóp Lagerbäck - enginn Eiður Smári eða Grétar Rafn Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í dag hópinn sinn fyrir vináttulandsleik á móti Færeyjum 15. ágúst næstkomandi. Þetta verður fyrsti landsliðsins á heimavelli undir stjórn Svíans en hann mun fara fram á Laugardalsvelli eftir tvær vikur. 1. ágúst 2012 13:27
Ingvar: Þetta var meira í framtíðardraumunum "Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum. 1. ágúst 2012 14:00