Stjarnan og Þróttur berjast um sögulegt sæti í bikarúrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2012 08:00 Mynd/Ernir Stjarnan og Þróttur mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Það lið sem sigrar tryggir sér sæti í úrslitaleik bikarsins í fyrsta skipti. Heimamenn í Stjörnunni verða að teljast mun líklegri aðilinn fyrirfram. Liðið er í toppbaráttu efstu deildar karla á meðan gengi Þróttar í næstefstu deild hefur verið upp og ofan. Liðið situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Þróttarar byggja þó á því að hafa slegið bæði Selfoss og Val úr leik í keppninni en liðin leika bæði í efstu deild. Valsmenn lágu 2-1 eftir framlengdan leik en Selfyssingar mættu ofjörlum sínum á Valbjarnarvellinum í 3-0 tapi. Stjarnan sló út neðrideildarlið Reynis og Gróttu úr leik áður en Framarar lágu 2-1 í Garðabænum í átta liða úrslitum. Liðin mættust síðast í keppnisleik í efstu deild karla sumarið 2009. Báðum leikjunum lauk með stórsigri Stjörnunnar, annars vegar 6-0 og hins vegar 5-1. Stjarnan hafnaði í 7. sæti efstu deildar það sumar en Þróttur féll úr deildinni. Henryk Bödker stóð í marki Þróttara í 6-0 tapinu í Laugardalnum en Daninn er nú markvarðarþjálfari Stjörnunnar. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, er eini núverandi leikmaður Þróttar sem spilaði leikina árið 2009. Hallur er þó í leikbanni og því ekki til taks í kvöld. Ellert Hreinsson, Halldór Orri Björnsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason auk bræðranna Daníels og Jóhanns Laxdal komu við sögu í leikjunum og eiga því góðar minningar. Raunar skoruðu allir nema Daníel í leikjunum tveimur. Þróttarar hafa enduheimt þrjá uppalda leikmenn sem verða vafalítið í leikmannahópi félagsins í dag. Ber þar helst að nefna Hjálmar Þórarinsson og Sigmund Kristjánsson sem eiga báðir fjölmarga landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Leikur Stjörnunnar og Þróttar er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Stjarnan og Þróttur mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Það lið sem sigrar tryggir sér sæti í úrslitaleik bikarsins í fyrsta skipti. Heimamenn í Stjörnunni verða að teljast mun líklegri aðilinn fyrirfram. Liðið er í toppbaráttu efstu deildar karla á meðan gengi Þróttar í næstefstu deild hefur verið upp og ofan. Liðið situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Þróttarar byggja þó á því að hafa slegið bæði Selfoss og Val úr leik í keppninni en liðin leika bæði í efstu deild. Valsmenn lágu 2-1 eftir framlengdan leik en Selfyssingar mættu ofjörlum sínum á Valbjarnarvellinum í 3-0 tapi. Stjarnan sló út neðrideildarlið Reynis og Gróttu úr leik áður en Framarar lágu 2-1 í Garðabænum í átta liða úrslitum. Liðin mættust síðast í keppnisleik í efstu deild karla sumarið 2009. Báðum leikjunum lauk með stórsigri Stjörnunnar, annars vegar 6-0 og hins vegar 5-1. Stjarnan hafnaði í 7. sæti efstu deildar það sumar en Þróttur féll úr deildinni. Henryk Bödker stóð í marki Þróttara í 6-0 tapinu í Laugardalnum en Daninn er nú markvarðarþjálfari Stjörnunnar. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, er eini núverandi leikmaður Þróttar sem spilaði leikina árið 2009. Hallur er þó í leikbanni og því ekki til taks í kvöld. Ellert Hreinsson, Halldór Orri Björnsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason auk bræðranna Daníels og Jóhanns Laxdal komu við sögu í leikjunum og eiga því góðar minningar. Raunar skoruðu allir nema Daníel í leikjunum tveimur. Þróttarar hafa enduheimt þrjá uppalda leikmenn sem verða vafalítið í leikmannahópi félagsins í dag. Ber þar helst að nefna Hjálmar Þórarinsson og Sigmund Kristjánsson sem eiga báðir fjölmarga landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Leikur Stjörnunnar og Þróttar er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira