Stjarnan og Þróttur berjast um sögulegt sæti í bikarúrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2012 08:00 Mynd/Ernir Stjarnan og Þróttur mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Það lið sem sigrar tryggir sér sæti í úrslitaleik bikarsins í fyrsta skipti. Heimamenn í Stjörnunni verða að teljast mun líklegri aðilinn fyrirfram. Liðið er í toppbaráttu efstu deildar karla á meðan gengi Þróttar í næstefstu deild hefur verið upp og ofan. Liðið situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Þróttarar byggja þó á því að hafa slegið bæði Selfoss og Val úr leik í keppninni en liðin leika bæði í efstu deild. Valsmenn lágu 2-1 eftir framlengdan leik en Selfyssingar mættu ofjörlum sínum á Valbjarnarvellinum í 3-0 tapi. Stjarnan sló út neðrideildarlið Reynis og Gróttu úr leik áður en Framarar lágu 2-1 í Garðabænum í átta liða úrslitum. Liðin mættust síðast í keppnisleik í efstu deild karla sumarið 2009. Báðum leikjunum lauk með stórsigri Stjörnunnar, annars vegar 6-0 og hins vegar 5-1. Stjarnan hafnaði í 7. sæti efstu deildar það sumar en Þróttur féll úr deildinni. Henryk Bödker stóð í marki Þróttara í 6-0 tapinu í Laugardalnum en Daninn er nú markvarðarþjálfari Stjörnunnar. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, er eini núverandi leikmaður Þróttar sem spilaði leikina árið 2009. Hallur er þó í leikbanni og því ekki til taks í kvöld. Ellert Hreinsson, Halldór Orri Björnsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason auk bræðranna Daníels og Jóhanns Laxdal komu við sögu í leikjunum og eiga því góðar minningar. Raunar skoruðu allir nema Daníel í leikjunum tveimur. Þróttarar hafa enduheimt þrjá uppalda leikmenn sem verða vafalítið í leikmannahópi félagsins í dag. Ber þar helst að nefna Hjálmar Þórarinsson og Sigmund Kristjánsson sem eiga báðir fjölmarga landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Leikur Stjörnunnar og Þróttar er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Stjarnan og Þróttur mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Það lið sem sigrar tryggir sér sæti í úrslitaleik bikarsins í fyrsta skipti. Heimamenn í Stjörnunni verða að teljast mun líklegri aðilinn fyrirfram. Liðið er í toppbaráttu efstu deildar karla á meðan gengi Þróttar í næstefstu deild hefur verið upp og ofan. Liðið situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Þróttarar byggja þó á því að hafa slegið bæði Selfoss og Val úr leik í keppninni en liðin leika bæði í efstu deild. Valsmenn lágu 2-1 eftir framlengdan leik en Selfyssingar mættu ofjörlum sínum á Valbjarnarvellinum í 3-0 tapi. Stjarnan sló út neðrideildarlið Reynis og Gróttu úr leik áður en Framarar lágu 2-1 í Garðabænum í átta liða úrslitum. Liðin mættust síðast í keppnisleik í efstu deild karla sumarið 2009. Báðum leikjunum lauk með stórsigri Stjörnunnar, annars vegar 6-0 og hins vegar 5-1. Stjarnan hafnaði í 7. sæti efstu deildar það sumar en Þróttur féll úr deildinni. Henryk Bödker stóð í marki Þróttara í 6-0 tapinu í Laugardalnum en Daninn er nú markvarðarþjálfari Stjörnunnar. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, er eini núverandi leikmaður Þróttar sem spilaði leikina árið 2009. Hallur er þó í leikbanni og því ekki til taks í kvöld. Ellert Hreinsson, Halldór Orri Björnsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason auk bræðranna Daníels og Jóhanns Laxdal komu við sögu í leikjunum og eiga því góðar minningar. Raunar skoruðu allir nema Daníel í leikjunum tveimur. Þróttarar hafa enduheimt þrjá uppalda leikmenn sem verða vafalítið í leikmannahópi félagsins í dag. Ber þar helst að nefna Hjálmar Þórarinsson og Sigmund Kristjánsson sem eiga báðir fjölmarga landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Leikur Stjörnunnar og Þróttar er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira