Stjarnan og Þróttur berjast um sögulegt sæti í bikarúrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2012 08:00 Mynd/Ernir Stjarnan og Þróttur mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Það lið sem sigrar tryggir sér sæti í úrslitaleik bikarsins í fyrsta skipti. Heimamenn í Stjörnunni verða að teljast mun líklegri aðilinn fyrirfram. Liðið er í toppbaráttu efstu deildar karla á meðan gengi Þróttar í næstefstu deild hefur verið upp og ofan. Liðið situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Þróttarar byggja þó á því að hafa slegið bæði Selfoss og Val úr leik í keppninni en liðin leika bæði í efstu deild. Valsmenn lágu 2-1 eftir framlengdan leik en Selfyssingar mættu ofjörlum sínum á Valbjarnarvellinum í 3-0 tapi. Stjarnan sló út neðrideildarlið Reynis og Gróttu úr leik áður en Framarar lágu 2-1 í Garðabænum í átta liða úrslitum. Liðin mættust síðast í keppnisleik í efstu deild karla sumarið 2009. Báðum leikjunum lauk með stórsigri Stjörnunnar, annars vegar 6-0 og hins vegar 5-1. Stjarnan hafnaði í 7. sæti efstu deildar það sumar en Þróttur féll úr deildinni. Henryk Bödker stóð í marki Þróttara í 6-0 tapinu í Laugardalnum en Daninn er nú markvarðarþjálfari Stjörnunnar. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, er eini núverandi leikmaður Þróttar sem spilaði leikina árið 2009. Hallur er þó í leikbanni og því ekki til taks í kvöld. Ellert Hreinsson, Halldór Orri Björnsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason auk bræðranna Daníels og Jóhanns Laxdal komu við sögu í leikjunum og eiga því góðar minningar. Raunar skoruðu allir nema Daníel í leikjunum tveimur. Þróttarar hafa enduheimt þrjá uppalda leikmenn sem verða vafalítið í leikmannahópi félagsins í dag. Ber þar helst að nefna Hjálmar Þórarinsson og Sigmund Kristjánsson sem eiga báðir fjölmarga landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Leikur Stjörnunnar og Þróttar er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Stjarnan og Þróttur mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Það lið sem sigrar tryggir sér sæti í úrslitaleik bikarsins í fyrsta skipti. Heimamenn í Stjörnunni verða að teljast mun líklegri aðilinn fyrirfram. Liðið er í toppbaráttu efstu deildar karla á meðan gengi Þróttar í næstefstu deild hefur verið upp og ofan. Liðið situr sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Þróttarar byggja þó á því að hafa slegið bæði Selfoss og Val úr leik í keppninni en liðin leika bæði í efstu deild. Valsmenn lágu 2-1 eftir framlengdan leik en Selfyssingar mættu ofjörlum sínum á Valbjarnarvellinum í 3-0 tapi. Stjarnan sló út neðrideildarlið Reynis og Gróttu úr leik áður en Framarar lágu 2-1 í Garðabænum í átta liða úrslitum. Liðin mættust síðast í keppnisleik í efstu deild karla sumarið 2009. Báðum leikjunum lauk með stórsigri Stjörnunnar, annars vegar 6-0 og hins vegar 5-1. Stjarnan hafnaði í 7. sæti efstu deildar það sumar en Þróttur féll úr deildinni. Henryk Bödker stóð í marki Þróttara í 6-0 tapinu í Laugardalnum en Daninn er nú markvarðarþjálfari Stjörnunnar. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttara, er eini núverandi leikmaður Þróttar sem spilaði leikina árið 2009. Hallur er þó í leikbanni og því ekki til taks í kvöld. Ellert Hreinsson, Halldór Orri Björnsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason auk bræðranna Daníels og Jóhanns Laxdal komu við sögu í leikjunum og eiga því góðar minningar. Raunar skoruðu allir nema Daníel í leikjunum tveimur. Þróttarar hafa enduheimt þrjá uppalda leikmenn sem verða vafalítið í leikmannahópi félagsins í dag. Ber þar helst að nefna Hjálmar Þórarinsson og Sigmund Kristjánsson sem eiga báðir fjölmarga landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Leikur Stjörnunnar og Þróttar er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira