Íslenski boltinn

Þórarinn Ingi til Silkeborg á reynslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson. Mynd/Vilhelm
Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, mun á mánudaginn halda til Danmerkur þar sem hann mun æfa með danska úrvalsdeildarfélaginu Silkeborg. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta í dag.

ÍBV er nýbúið að missa Tonny Mawejje til liðs í Suður-Afríku og Finn Ólafsson til Fylkis og ljóst að það yrði liðinu mikil blóðtaka ef Finnur færi í atvinnumennskuna.

Hann mun æfa með Silkeborg í eina viku og mun þá framhaldið koma í ljós. „Draumurinn er að fara í atvinnumennskuna og það væri gott að byrja í deild eins og þeirri dönsku. En þetta kemur allt í ljóst og er ég alveg rólegur," sagði hann við Eyjafréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×