Fótbolti

Young tryggði Englandi sigur í fyrsta leik Hodgson | Úrslit dagsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Young fagnar markinu ásamt fyrrum samherja sínum hjá Aston Villa, James Milner.
Young fagnar markinu ásamt fyrrum samherja sínum hjá Aston Villa, James Milner. Nordic Photos / Getty Images
Ashley Young tryggði Englendingum 1-0 sigur á Norðmönnum í fyrsta leik liðsins undir stjórn Roy Hodgson í Osló í kvöld. Markið kom strax á 9. mínútu leiksins.

England var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi sanngjarnt í hálfleik. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik en Englendingum tókst að halda fengnum hlut og landa sigri.

Byrjunarlið Englands var þannig skipað (4-3-3): Rob Green - Phil Jones, Phil Jagielka, Jolean Lescott, Leighton Baines - James Milner, Scott Parker, Steven Gerrard - Stewart Downing, Ashley Young, Andy Carroll.

Fjölmargir athyglisverðir æfingaleikir fóru fram í Evrópu í dag og í kvöld. Úrslit og markaskorara í helstu leikjum má sjá hér að neðan.

Spánn 2-0 Serbía

1-0 Adrian (64. mín)

2-0 Santi Cazorla (74. mín)

Sviss 5-3 Þýskaland

1-0 Eren Derdiyok (21. mín)

2-0 Eren Derdiyok (23. mín)

2-1 Mats Hummels (45. mín)

3-1 Eren Derdiyok (50. mín)

3-2 André Schurrle (64. mín)

4-2 Stpehan Lichtsteiner (67. mín)

4-3 Marco Reus (72. mín)

5-3 Admir Mehmedi (76. mín)

Írland 1-0 Bosnía Hersegóvína

1-0 Shane Long (77. mín)

Holland 1-2 Búlgaría

1-0 Robin Van Persie (45. mín)

1-1 Ivelin Popov (50. mín)

1-2 Illjan Micanski (90. mín)

Aðrir leikir

Tékkland 2-1 Ísrael

Grikkland 1-1 Slóvenía

Pólland 1-0 Slóvakía

Portúgal 0-0 Makedónía

Finnland 3-2 Tyrkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×