Erlent

Adele flytur titillag James Bond

Adele
Adele mynd/AFP
Breska stórsöngkonan Adele mun syngja titillag nýjustu kvikmyndarinnar um spæjarann James Bond. Kvikmyndin heitir Skyfall og verður þetta í þriðja sinn sem leikarinn Daniel Craig bregður sér í hlutverk Bond.

Adele er einn vinsælasti tónlistarmaður veraldar um þessar mundir. Hún viðurkennir þó að hafa verið efins um að taka að sér verkefnið enda fylgir því mikil ábyrgð.

Lagið verður frumflutt á heimasíðu söngkonunnar klukkan 0:07 að breskum tíma á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×