Erlent

Ellefu látnir eftir flóð á Spáni

Frá Saler-ströndinni við Valencia.
Frá Saler-ströndinni við Valencia. mynd/AP
Ellefu manns hafa farist í flóðunum í suðaustur Spáni. Mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu síðustu daga.

Samgöngur hafa farið úr skorðum og eru vegir víða lokaðir. Vatnselgurinn hefur grafið undan undirstöðum nokkurra hús og eru mörg þeirra að hruni komin.

Karlmaður drukknaði í Andalúsíu í gærkvöld. Samkvæmt spænskum fjölmiðlum reyndi maðurinn að bjarga níu ára gamalli stúlku sem var föst í bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×