Stefnum á Evrópusæti í sumar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2012 08:00 Lennon sýndi síðasta sumar að hann er skeinuhættur framherji og er líklegur til þess að raða inn mörkum fyrir Fram í sumar. Mynd/Stefán Framherjinn Steven Lennon segir að Fram-liðið ætli ekki að vera í neinni fallbaráttu í sumar. Hann skoraði fimm mörk í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn KR. Hinn 24 ára gamli Skoti, Steven Lennon, átti stórbrotinn leik fyrir Fram gegn KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á mánudag. Fram vann leikinn 5-0 og skoraði Lennon öll mörk leiksins. Mögnuð frammistaða. Framherjinn skæði er greinilega í hörkugóðu formi og heldur áfram þar sem frá var horfið síðasta sumar. Lennon var nefnilega í lykilhlutverki í „flóttanum mikla" hjá Fram síðasta sumar er liðið bjargaði sér frá falli í Pepsi-deildinni með ævintýralegum endaspretti. Lennon skoraði fimm mörk í tólf leikjum með Fram á síðasta tímabili og mörkin afar mikilvæg. „Það er alltaf gaman að vinna titla. Ég var kannski að gera mér vonir um að skora eitt til tvö mörk í leiknum en ég sá það ekki alveg fyrir að ég myndi skora fimm mörk. Það var afar ánægjulegur bónus sem og að vinna stórt. Allt liðið stóð sig gríðarlega vel og við erum sáttir." Framherjinn smái en knái virðist kunna vel við sig því er hann lék síðast bikarúrslitaleik, með unglingaliði Rangers gegn Celtic árið 2007, skoraði hann þrennu í 5-0 sigri Rangers. Lennon er alinn upp í knattspyrnuakademíu skoska stórliðsins Glasgow Rangers. Byrjaði sem miðjumaður en var síðar færður í framlínuna. Hann var afar duglegur að skora fyrir unglingalið félagsins og var svo orðinn fastamaður í varaliði félagsins. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Rangers í lok ársins 2006 og ári síðar skrifaði hann undir samning við Rangers til ársins 2010. Lennon náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Rangers og var því lánaður til Partick Thistle og síðan Lincoln City. Lincoln vildi skrifa undir lengri samning við Lennon en ekkert varð af því þar sem leikmaðurinn sagðist ekki geta fundið stað til þess að búa. Á endanum dró Lincoln samningstilboðið til baka. Framherjinn var að lokum leystur undan samningi við Rangers. Hann fór þá til írska liðsins Dundalk en fótbrotnaði eftir mánuð hjá félaginu og náði ekki að sýna sig þar. Eftir það lá leiðin til Newport County. Hann spilaði með liðinu í nokkra mánuði en vildi ekki framlengja við þá í maí á síðasta ári. Hann var því í leit að félagi er hann kom til Fram í júlí síðasta sumar. „Ég er ekkert að fara fram úr sjálfum mér og veit að það er enn undirbúningstímabil. Ég er með tveggja ára samning við Fram og er ekki að hugsa um neitt annað en að standa mig vel með liðinu í sumar," sagði Lennon en heyri mátti áhyggjuraddir hjá einhverjum stuðningsmönnum félagsins sem óttuðust að hann færi fyrr frekar en seinna ef hann ætlaði að spila svona áfram. Lennon kom til móts við Fram-liðið upp úr áramótum og allir útlendingarnir byrjuðu þá að æfa með Fram-liðinu. Er það augljóslega mikill styrkur fyrir liðið að geta spilað sig saman í fjóra mánuði. „Liðið lítur vel út hjá okkur. Í lok síðasta tímabils vorum við komnir á fína siglingu. Sýndum og sönnuðum þá að við erum með gott lið og höfum haldið áfram á sömu braut. Vonandi verður framhald á þessari spilamennsku," sagði Lennon en Fram var á botni deildarinnar með þrjú stig er hann kom til þeirra í fyrra. Hann vonast til þess að Framarar bíti frá sér í efri hlutanum í sumar. „Okkar markmið verður líklega að ná sæti í Evrópukeppninni og allt meira en það verður bónus. Við teljum okkur geta staðið undir því," sagði Lennon sem hefur ekki sett sér nein markmið varðandi markaskorun en hann ætlar að koma grimmur inn í sumarið til þess að opna dyr fyrir framtíðina. „Auðvitað vil ég spila í stærri deild en það gerist ekki nema ég standi mig vel með Fram. Það eina sem ég er því að hugsa um núna er að standa mig í Pepsi-deildinni." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Framherjinn Steven Lennon segir að Fram-liðið ætli ekki að vera í neinni fallbaráttu í sumar. Hann skoraði fimm mörk í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn KR. Hinn 24 ára gamli Skoti, Steven Lennon, átti stórbrotinn leik fyrir Fram gegn KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins á mánudag. Fram vann leikinn 5-0 og skoraði Lennon öll mörk leiksins. Mögnuð frammistaða. Framherjinn skæði er greinilega í hörkugóðu formi og heldur áfram þar sem frá var horfið síðasta sumar. Lennon var nefnilega í lykilhlutverki í „flóttanum mikla" hjá Fram síðasta sumar er liðið bjargaði sér frá falli í Pepsi-deildinni með ævintýralegum endaspretti. Lennon skoraði fimm mörk í tólf leikjum með Fram á síðasta tímabili og mörkin afar mikilvæg. „Það er alltaf gaman að vinna titla. Ég var kannski að gera mér vonir um að skora eitt til tvö mörk í leiknum en ég sá það ekki alveg fyrir að ég myndi skora fimm mörk. Það var afar ánægjulegur bónus sem og að vinna stórt. Allt liðið stóð sig gríðarlega vel og við erum sáttir." Framherjinn smái en knái virðist kunna vel við sig því er hann lék síðast bikarúrslitaleik, með unglingaliði Rangers gegn Celtic árið 2007, skoraði hann þrennu í 5-0 sigri Rangers. Lennon er alinn upp í knattspyrnuakademíu skoska stórliðsins Glasgow Rangers. Byrjaði sem miðjumaður en var síðar færður í framlínuna. Hann var afar duglegur að skora fyrir unglingalið félagsins og var svo orðinn fastamaður í varaliði félagsins. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Rangers í lok ársins 2006 og ári síðar skrifaði hann undir samning við Rangers til ársins 2010. Lennon náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Rangers og var því lánaður til Partick Thistle og síðan Lincoln City. Lincoln vildi skrifa undir lengri samning við Lennon en ekkert varð af því þar sem leikmaðurinn sagðist ekki geta fundið stað til þess að búa. Á endanum dró Lincoln samningstilboðið til baka. Framherjinn var að lokum leystur undan samningi við Rangers. Hann fór þá til írska liðsins Dundalk en fótbrotnaði eftir mánuð hjá félaginu og náði ekki að sýna sig þar. Eftir það lá leiðin til Newport County. Hann spilaði með liðinu í nokkra mánuði en vildi ekki framlengja við þá í maí á síðasta ári. Hann var því í leit að félagi er hann kom til Fram í júlí síðasta sumar. „Ég er ekkert að fara fram úr sjálfum mér og veit að það er enn undirbúningstímabil. Ég er með tveggja ára samning við Fram og er ekki að hugsa um neitt annað en að standa mig vel með liðinu í sumar," sagði Lennon en heyri mátti áhyggjuraddir hjá einhverjum stuðningsmönnum félagsins sem óttuðust að hann færi fyrr frekar en seinna ef hann ætlaði að spila svona áfram. Lennon kom til móts við Fram-liðið upp úr áramótum og allir útlendingarnir byrjuðu þá að æfa með Fram-liðinu. Er það augljóslega mikill styrkur fyrir liðið að geta spilað sig saman í fjóra mánuði. „Liðið lítur vel út hjá okkur. Í lok síðasta tímabils vorum við komnir á fína siglingu. Sýndum og sönnuðum þá að við erum með gott lið og höfum haldið áfram á sömu braut. Vonandi verður framhald á þessari spilamennsku," sagði Lennon en Fram var á botni deildarinnar með þrjú stig er hann kom til þeirra í fyrra. Hann vonast til þess að Framarar bíti frá sér í efri hlutanum í sumar. „Okkar markmið verður líklega að ná sæti í Evrópukeppninni og allt meira en það verður bónus. Við teljum okkur geta staðið undir því," sagði Lennon sem hefur ekki sett sér nein markmið varðandi markaskorun en hann ætlar að koma grimmur inn í sumarið til þess að opna dyr fyrir framtíðina. „Auðvitað vil ég spila í stærri deild en það gerist ekki nema ég standi mig vel með Fram. Það eina sem ég er því að hugsa um núna er að standa mig í Pepsi-deildinni."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira