Innlent

Icelandair greiði áttatíu milljónir í sekt

Mynd/Valgarður
Hæstiréttur hefur snúið við dómi héraðsdóms í máli Icelandair gegn Samkeppniseftirlitinu og þarf flugfélagið að greiða áttatíu milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni.

Málið á sér langa sögu en árið 2007 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að með kynningu og sölu á flugfargjöldum, svokölluðum Netsmellum sem stóðu viðskiptavinum Icelandair, til boða á árinu 2004 á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar annars vegar og á flugleiðinni milli Keflavíkur og London hins vegar, hafi félagið misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum.

Var Icelandair gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 130 milljónir króna í ríkissjóð en félagið skaut úrskurði áfrýjunarnefndar til dómstóla og felldi héraðsdómur sektina niður.

Nú hefur Hæstiréttur hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair skuli greiða sekt, en áttatíu milljónir í stað 130 milljóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×