Íþróttir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fagnar aldarafmæli sínu á þessu ári og hefur af því tilefni gefið út Íþróttabókina – sögu og samfélag í 100 ár.
Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að með útgáfu hennar sé leitast við að geyma í senn sögu sambandsins og merka atburði í íslensku íþróttalífi og þau áhrif sem íþróttastarfið og íþróttahreyfingin hefur haft á íslenskt samfélag í gegnum tíðina.
Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur er ritstjóri bókarinnar en hann naut stuðnings annarra höfunda.

