Innlent

Allir farþegar komnir í land

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjúkrabílar biðu á bakkanum á Húsavík.
Sjúkrabílar biðu á bakkanum á Húsavík. mynd/ jmg.
Búið er að koma öllum farþegunum sem voru um borð í hvalaskoðunarbát frá Húsavík til lands. Báturinn strandaði við Lundey á Skjálfanda í morgun. Fólkið var flutt yfir í björgunarbáta Landsbjargar og þannig komið í land. Þótt lítil hætta hafi verið á ferðum í þessu tilviki er ávallt gætt ítrustu varkárni þegar atvik af þessu tagi koma upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×