Innlent

Kjötsúpa á hverjum bæ í Biskupstungum í dag

Það var fjör í Tungnaréttum.
Það var fjör í Tungnaréttum.
Réttað var í dag í Tungnaréttum í Biskupstungum í blíðaskaparveðri. Um 6.000 fjár voru í réttunum og stemmingin gríðarlega góð á meðal þeirra þúsunda gesta sem mættu í réttirnar.

Þegar búið var að draga féð í dilka hófst mikill söngur á meðal réttafólks en sungið var stanslaust í tvær klukkustundir undir dyggri stjórn Vatnsleysubræðra. Eftir að söngnum lauk og réttunum þar með var gestum og gangandi boðið upp á kjötsúpu á hverjum bæ og í sumarbústöðum, sem stendur nú yfir.

Magnús Hlynur Hreiðarsson var í réttunum og tók meðfylgjandi myndir, m.a. í kjötsúpuveislu í sumarbústað Guðríðar Egilsdóttir og Guðmundar Sigurðssonar frá Heiði í Biskupstungum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×