Umfjöllun og viðtöl: KR deildabikarmeistari eftir sigur á Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kórnum skrifar 28. apríl 2012 00:01 Fram og KR höfðu ekki mæst í úrslitaleik í 15 ár í nokkurri keppni þegar liðin áttust við í úrslitum Reykjavíkurmótisns. Mynd / Stefán KR-ingar bættu enn einum titlinum í safnið í dag er liðið varð deildabikarmeistari eftir 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik. KR hefndi þar með fyrir 5-0 tapið í úrslitum Reykjavíkurmótsins en Fram hafði fram að þessu unnið alla mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Fram átti þó hættulegri færi. Hólmbert Aron Friðjónsson átti til að mynda skalla sem hafnaði í stönginni. KR-ingar voru svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik en Þorsteinn Már, sem kom til liðsins frá Víkingi Ólafsvík eftir síðasta tímabil, skoraði sigurmarkið á 59. mínútu. Hann fékk sendingu frá Óskari Erni Haukssyni og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Framarar gerðu svo harða atlögu að marki KR síðustu mínútur leiksins en það áhlaup kom of seint. Sam Hewson var ekki í leikmannahópi liðsins í dag og þá fór Steven Lennon snemma af velli vegna meiðsla. Þeir hafa verið öflugir í leikjum Fram í vetur. KR-ingar voru einnig án margra lykilmanna í dag og tefldu fram mörgum ungum köppum að þessu sinni. Undirbúningstímabilinu er lokið hjá Fram en KR mætir FH í Meistarakeppni KSÍ á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan.Þorsteinn Már: Erum með góðan og breiðan hóp Þorsteinn Már Ragnarsson var hetja KR í dag en hann skoraði sigurmarkið gegn Fram. „Ég er auðvitað hæstánægður með þetta og það er gaman að hafa átt þátt í þessum sigri í dag,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða í dag og hefði sigurinn getað dottið hvoru megin. En það var gott að við náðum að klára þetta.“ „Þetta var góður leikur hjá okkur, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum boltanum vel innan liðsins og allir lögðu sig virkilega vel fram.“ KR stillti upp mörgum ungum og óreyndum leikmönnum í liði sínu í dag. „Það sýndi sig að við erum með mjög góðan og breiðan hóp. Það eru nokkrir sem eru í meiðslum og voru tæpir fyrir þennan leik í dag.“ Hann gekk til liðs við KR frá Víkingi í Ólafsvík eftir síðastliðið tímabil. „Ég er mjög sáttur við að hafa tekið þetta skref. Strákarnir eru frábærir og hafa tekið mér mjög vel,“ sagði hann. „Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu og ég hlakka mjög til.“Þorvaldur: Óþarfi að tapa leiknum „Það var óþarfi að tapa þessum leik enda fannst mér þeir ekki skapa sér mörg færi í leiknum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, í dag. „Þetta var mjög hægur leikur eins og þeir vilja verða hér innanhúss. Það var erfitt að ná upp hröðu spili. Mér fannst við vera nokkuð þéttir fyrir og skapa nokkur færi en því miður þá datt þetta ekki okkar megin í dag.“ Fram tapaði í dag sínum fyrsta leik á undirbúningstímabilinu en fram að leiknum í dag hafði liðið unnið fjórtán mótsleiki og gert eitt jafntefli. „Ég hef verið ánægður með undirbúningstímabilið en ég hef reynt að taka bara eina viku fyrir í einu. Ég hef viljað halda mönnum á tánum og passa upp á meiðsli og annað slíkt.“ „Svo sjáum við til hvernig mótið byrjar í vor. Við þurfum að hugsa fyrst og fremst um að koma okkur sem fyrst inn í mótið því ég þekki það að fyrri reynslu að það getur svo sem allt gerst.“ Steven Lennon var tekinn meiddur af velli í fyrri hálfleik og vissi Þorvaldur ekki hversu alvarleg meiðslin væru. „Hann var aumur fyrir leikinn en langaði til að prófa að spila. Við munum reyna að koma honum í lag sem fyrst auðvitað en það verður að koma í ljós hvernig það gengur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
KR-ingar bættu enn einum titlinum í safnið í dag er liðið varð deildabikarmeistari eftir 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik. KR hefndi þar með fyrir 5-0 tapið í úrslitum Reykjavíkurmótsins en Fram hafði fram að þessu unnið alla mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Fram átti þó hættulegri færi. Hólmbert Aron Friðjónsson átti til að mynda skalla sem hafnaði í stönginni. KR-ingar voru svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik en Þorsteinn Már, sem kom til liðsins frá Víkingi Ólafsvík eftir síðasta tímabil, skoraði sigurmarkið á 59. mínútu. Hann fékk sendingu frá Óskari Erni Haukssyni og skallaði boltann í netið af stuttu færi. Framarar gerðu svo harða atlögu að marki KR síðustu mínútur leiksins en það áhlaup kom of seint. Sam Hewson var ekki í leikmannahópi liðsins í dag og þá fór Steven Lennon snemma af velli vegna meiðsla. Þeir hafa verið öflugir í leikjum Fram í vetur. KR-ingar voru einnig án margra lykilmanna í dag og tefldu fram mörgum ungum köppum að þessu sinni. Undirbúningstímabilinu er lokið hjá Fram en KR mætir FH í Meistarakeppni KSÍ á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan.Þorsteinn Már: Erum með góðan og breiðan hóp Þorsteinn Már Ragnarsson var hetja KR í dag en hann skoraði sigurmarkið gegn Fram. „Ég er auðvitað hæstánægður með þetta og það er gaman að hafa átt þátt í þessum sigri í dag,“ sagði Þorsteinn við Vísi eftir leikinn. „Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða í dag og hefði sigurinn getað dottið hvoru megin. En það var gott að við náðum að klára þetta.“ „Þetta var góður leikur hjá okkur, sérstaklega í seinni hálfleik. Við héldum boltanum vel innan liðsins og allir lögðu sig virkilega vel fram.“ KR stillti upp mörgum ungum og óreyndum leikmönnum í liði sínu í dag. „Það sýndi sig að við erum með mjög góðan og breiðan hóp. Það eru nokkrir sem eru í meiðslum og voru tæpir fyrir þennan leik í dag.“ Hann gekk til liðs við KR frá Víkingi í Ólafsvík eftir síðastliðið tímabil. „Ég er mjög sáttur við að hafa tekið þetta skref. Strákarnir eru frábærir og hafa tekið mér mjög vel,“ sagði hann. „Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu og ég hlakka mjög til.“Þorvaldur: Óþarfi að tapa leiknum „Það var óþarfi að tapa þessum leik enda fannst mér þeir ekki skapa sér mörg færi í leiknum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, í dag. „Þetta var mjög hægur leikur eins og þeir vilja verða hér innanhúss. Það var erfitt að ná upp hröðu spili. Mér fannst við vera nokkuð þéttir fyrir og skapa nokkur færi en því miður þá datt þetta ekki okkar megin í dag.“ Fram tapaði í dag sínum fyrsta leik á undirbúningstímabilinu en fram að leiknum í dag hafði liðið unnið fjórtán mótsleiki og gert eitt jafntefli. „Ég hef verið ánægður með undirbúningstímabilið en ég hef reynt að taka bara eina viku fyrir í einu. Ég hef viljað halda mönnum á tánum og passa upp á meiðsli og annað slíkt.“ „Svo sjáum við til hvernig mótið byrjar í vor. Við þurfum að hugsa fyrst og fremst um að koma okkur sem fyrst inn í mótið því ég þekki það að fyrri reynslu að það getur svo sem allt gerst.“ Steven Lennon var tekinn meiddur af velli í fyrri hálfleik og vissi Þorvaldur ekki hversu alvarleg meiðslin væru. „Hann var aumur fyrir leikinn en langaði til að prófa að spila. Við munum reyna að koma honum í lag sem fyrst auðvitað en það verður að koma í ljós hvernig það gengur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira