Innlent

Reykjanesið ruslakista rammaáætlunarinnar

Þessa mynd tók Ellert Grétarsson í Helguvík.
Þessa mynd tók Ellert Grétarsson í Helguvík.
Reykjanesið virðist vera ruslakista rammaáætlunarinnar og það virðist stefnt að því að gera Reykjanessskagann að einu samfelldu orkuvinnslusvæði. Þetta er meðal þess sem komið hefur fram á Náttúruverndarþingi sem hófst í morgun í Háskólanum í Reykjavík.

Verður þar fjallað um stöðu rammaáætlunar og næstu skref í baráttunni fyrir verndun mikilvægra náttúruverndarsvæða.

Meðal þeirra sem flutt hafa erindi á þinginu í morgun er Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands.

„Ég kalla Reykjanesið ruslatunnu rammaáætlunar því í framtíðinni gætum við verið að horfa á allt að sextán virkjanir á svæðinu frá Reykjanestá og að Þingvallavatni. Staðan er þannig að Reykjanesskaginn verður nær allur gerður að samfelldu orkuvinnslusvæði. Þar með talin Reykjanessfólkvangur sem er eitt vinsælasta útivistarsvæðið í nágrenni við eitt mesta þéttbýlissvæði landsins. Þetta þykir okkur náttúruverndarfólki algerlega óásættanlegt," segir Ellert.

Hann segir að hafa orðið fyrir miklum vonbrigði að athugasemdir náttúruverndarfólks hafi verið hunsaðar þegar kom að Reykjanesinu þótt mikil vinna hafi legið að baki þeirra og skýr rökstuðningur.

"Það á fara í inn í fólkvang, sem á að heita friðaðlýstur, með stórfellda orkuvinnslu það er búið að teikna það upp með tilheyrandi mannvirkjagerð og línulögnum," segir Ellert.

Hann segir að innan marka fólksvangsins gætu risið þrjú orkuvinnslusvæði, svo sem á Sveifluhálsi.

„Sveifluhálsinn er nú eiginlega hjarta fólkvangsins en þar er verið að tala um allt 8000 fm orkuvinnslusvæði. Önnur svæði fara í bið eins og Trölladyngja og Austurengjahver en það er gefið til kynna að þau svæði fari einnig í nýtingu verði hin svæðin virkjanleg. Þannig það er nánast verið að gera skagann að einu samfelldu orkuvinnslusvæði."

Um fleira verður rætt á þinginu. Til að mynda náttúruvernd og lýðræði verður rætt hvernig auka megi aðkomu og vald almennings að ákvörðunum um umhverfismál, náttúruvernd og stórframkvæmdir.

Þá má nefna að eftir hádegi verða í fyrsta skipti veitt verðlaunin Náttúruverndarinn, viðurkenning fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×