Fótbolti

Eiður Smári farinn að hlaupa | Mætti á æfingu AEK í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingunni í kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingunni í kvöld. Mynd/www.aek365.com
Stuðningsmannasíða AEK Aþenu sagði frá því í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen hafi mætt á æfingu liðsins í dag en þetta var fyrsta æfing íslenska landsliðsmannsins síðan að hann tvífótbrotnaði í leik á móti Olympiakos 10. október síðastliðinn.

Eiður Smári var þó ekki með á sjálfri æfingunni en hljóp og gekk til skiptis meðan félagar hans tóku á því inn á vellinum. Þessar fréttir benda til þess að endurhæfingin gangi vel þó að enn sé dágóður tími í að Eiður Smári geti farið að spila með AEK á nýjan leik.

Eiður Smári fékk grænt ljós frá læknum félagsins að fara að reyna meira á fótinn en hann fór í myndatöku í síðustu viku þar sem var kannað hvort brotin væru ekki að fullu gróin.

Eiður Smári hefur alltaf talað um það sjálfur að hann ætlaði að spila aftur með AEK á þessu tímabili en forráðamenn félagsins segjast ekki ætla að pressa á hann að koma of snemma til baka. Það er samt líklegt ef marka má þessar fréttir að Eiður geti klæðst gulu treyjunni áður en tímabilið er úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×