Erlent

Snjókoma veldur töluverðum truflunum á Kastrupflugvelli

Töluverðar truflanir hafa orðið á flugumferðinni um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn í gær og í morgun vegna sjókomu.

Þannig þurfti að loka flugvellinum í hálfan annan tíma í gærdag vegna sjókomunnar. Í frétt um málið á vefsíðu TV2 segir að flugi 1.800 farþega hjá SAS flugfélaginu hafi verið aflýst í gær vegna snjókomunnar og það sem af er þessum morgni hafa um 900 farþegar lent í því að flugi þeirra var aflýst vegna þessa vandamáls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×