Nýtt og betra "teppi“ í Garðabæinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. apríl 2012 07:00 Almar stendur hér á Stjörnuvellinum sem skartar nýju og glæsilegu gervigrasi í sumar.fréttablaðið/vilhelm Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur. Nýtt og betra gervigras er væntanlegt á heimavöll Stjörnunnar í Garðabæ. Gamla „teppið", eins og gervigrasið var oft kallað, þótti úr sér gengið enda notkunin á því búin að vera mikil síðan það var lagt árið 2003. „Framkvæmdir eru töluvert á undan áætlun og þeim á að vera lokið fyrir mánaðamót. Völlurinn verður tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik okkar," sagði Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Fylkismenn verða fyrstu gestir nýja gervigrassins þegar þeir koma í heimsókn í Garðabæinn þann 10. maí. „Við erum mjög spenntir fyrir þessari breytingu enda uppfyllir nýja grasið ströngustu kröfur og er af nýjustu gerð," bætir Almar við. „Tæknin hefur breyst mikið síðan gamla gervigrasið var lagt og sýnir öll fagleg umfjöllun fram á að aðstæður á þessu yfirborði líkjast mjög náttúrulegu grasi. Við vonum að með tilkomu nýja gervigrassins átti menn sig á því að þetta er góð lausn." Hann segir að það hafi reynst Stjörnumönnum vel að æfa og spila á gervigrasi. „Ég held að sú framkvæmd hafi sannað gildi sitt á margan hátt. Hins vegar var mun meira álag á þeim velli en átti að vera og undir það síðasta þótti það sem keppnisgras í efstu deild ekki nógu gott," segir Almar en bætir við að völlurinn hafi ávallt staðist þær formlegu kröfur sem hafi verið gerðar til hans. Almar bendir á að samkvæmt rannsóknum hagi boltinn sér eins á gervigrasi og að meiðsli leikmanna séu ekki tíðari á slíku yfirborði. „Við vitum hins vegar að leikmenn hafi allt aðra tilfinningu fyrir gervigrasinu en náttúrulegu grasi. En rannsóknar sýna að skilyrðin eru sambærileg." Það kostar vitanlega meira að leggja gervigras en náttúrulegt gras en Almar segir að Stjörnumenn telji þetta skynsamlegri fjárfestingu. „Það skal tekið fram að við höfum engar tölur til að styðjast við en þetta er okkar mat. Við teljum að nýtingin á mannvirkinu verði miklu betri fyrir vikið enda þótt hægt sé að bjóða upp á mjög góða grasvelli á Íslandi yfir sumartímann er notkunin á þeim allt önnur. Bæði er hægt að nota gervigrasvelli meira og yfir lengri tíma á árinu auk þess sem við munum leggja gamla grasið á nýjan stað og nota það sem æfingavöll. Það mun hjálpa til við að hlífa nýja grasinu." Stjarnan náði frábærum árangri síðasta sumar. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar og skoraði flest mörk allra liða. Almar vonar að með tilkomu nýs gervigrass sé hægt að ná enn betri árangri á komandi árum. „Þetta verður bylting. Við erum sannfærðir um að menn muni átta sig á að með tilkomu nýja gervigrassins verði boðið upp á toppaðstæður í Garðabænum," segir Almar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur. Nýtt og betra gervigras er væntanlegt á heimavöll Stjörnunnar í Garðabæ. Gamla „teppið", eins og gervigrasið var oft kallað, þótti úr sér gengið enda notkunin á því búin að vera mikil síðan það var lagt árið 2003. „Framkvæmdir eru töluvert á undan áætlun og þeim á að vera lokið fyrir mánaðamót. Völlurinn verður tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik okkar," sagði Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Fylkismenn verða fyrstu gestir nýja gervigrassins þegar þeir koma í heimsókn í Garðabæinn þann 10. maí. „Við erum mjög spenntir fyrir þessari breytingu enda uppfyllir nýja grasið ströngustu kröfur og er af nýjustu gerð," bætir Almar við. „Tæknin hefur breyst mikið síðan gamla gervigrasið var lagt og sýnir öll fagleg umfjöllun fram á að aðstæður á þessu yfirborði líkjast mjög náttúrulegu grasi. Við vonum að með tilkomu nýja gervigrassins átti menn sig á því að þetta er góð lausn." Hann segir að það hafi reynst Stjörnumönnum vel að æfa og spila á gervigrasi. „Ég held að sú framkvæmd hafi sannað gildi sitt á margan hátt. Hins vegar var mun meira álag á þeim velli en átti að vera og undir það síðasta þótti það sem keppnisgras í efstu deild ekki nógu gott," segir Almar en bætir við að völlurinn hafi ávallt staðist þær formlegu kröfur sem hafi verið gerðar til hans. Almar bendir á að samkvæmt rannsóknum hagi boltinn sér eins á gervigrasi og að meiðsli leikmanna séu ekki tíðari á slíku yfirborði. „Við vitum hins vegar að leikmenn hafi allt aðra tilfinningu fyrir gervigrasinu en náttúrulegu grasi. En rannsóknar sýna að skilyrðin eru sambærileg." Það kostar vitanlega meira að leggja gervigras en náttúrulegt gras en Almar segir að Stjörnumenn telji þetta skynsamlegri fjárfestingu. „Það skal tekið fram að við höfum engar tölur til að styðjast við en þetta er okkar mat. Við teljum að nýtingin á mannvirkinu verði miklu betri fyrir vikið enda þótt hægt sé að bjóða upp á mjög góða grasvelli á Íslandi yfir sumartímann er notkunin á þeim allt önnur. Bæði er hægt að nota gervigrasvelli meira og yfir lengri tíma á árinu auk þess sem við munum leggja gamla grasið á nýjan stað og nota það sem æfingavöll. Það mun hjálpa til við að hlífa nýja grasinu." Stjarnan náði frábærum árangri síðasta sumar. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar og skoraði flest mörk allra liða. Almar vonar að með tilkomu nýs gervigrass sé hægt að ná enn betri árangri á komandi árum. „Þetta verður bylting. Við erum sannfærðir um að menn muni átta sig á að með tilkomu nýja gervigrassins verði boðið upp á toppaðstæður í Garðabænum," segir Almar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira