Nýtt og betra "teppi“ í Garðabæinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. apríl 2012 07:00 Almar stendur hér á Stjörnuvellinum sem skartar nýju og glæsilegu gervigrasi í sumar.fréttablaðið/vilhelm Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur. Nýtt og betra gervigras er væntanlegt á heimavöll Stjörnunnar í Garðabæ. Gamla „teppið", eins og gervigrasið var oft kallað, þótti úr sér gengið enda notkunin á því búin að vera mikil síðan það var lagt árið 2003. „Framkvæmdir eru töluvert á undan áætlun og þeim á að vera lokið fyrir mánaðamót. Völlurinn verður tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik okkar," sagði Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Fylkismenn verða fyrstu gestir nýja gervigrassins þegar þeir koma í heimsókn í Garðabæinn þann 10. maí. „Við erum mjög spenntir fyrir þessari breytingu enda uppfyllir nýja grasið ströngustu kröfur og er af nýjustu gerð," bætir Almar við. „Tæknin hefur breyst mikið síðan gamla gervigrasið var lagt og sýnir öll fagleg umfjöllun fram á að aðstæður á þessu yfirborði líkjast mjög náttúrulegu grasi. Við vonum að með tilkomu nýja gervigrassins átti menn sig á því að þetta er góð lausn." Hann segir að það hafi reynst Stjörnumönnum vel að æfa og spila á gervigrasi. „Ég held að sú framkvæmd hafi sannað gildi sitt á margan hátt. Hins vegar var mun meira álag á þeim velli en átti að vera og undir það síðasta þótti það sem keppnisgras í efstu deild ekki nógu gott," segir Almar en bætir við að völlurinn hafi ávallt staðist þær formlegu kröfur sem hafi verið gerðar til hans. Almar bendir á að samkvæmt rannsóknum hagi boltinn sér eins á gervigrasi og að meiðsli leikmanna séu ekki tíðari á slíku yfirborði. „Við vitum hins vegar að leikmenn hafi allt aðra tilfinningu fyrir gervigrasinu en náttúrulegu grasi. En rannsóknar sýna að skilyrðin eru sambærileg." Það kostar vitanlega meira að leggja gervigras en náttúrulegt gras en Almar segir að Stjörnumenn telji þetta skynsamlegri fjárfestingu. „Það skal tekið fram að við höfum engar tölur til að styðjast við en þetta er okkar mat. Við teljum að nýtingin á mannvirkinu verði miklu betri fyrir vikið enda þótt hægt sé að bjóða upp á mjög góða grasvelli á Íslandi yfir sumartímann er notkunin á þeim allt önnur. Bæði er hægt að nota gervigrasvelli meira og yfir lengri tíma á árinu auk þess sem við munum leggja gamla grasið á nýjan stað og nota það sem æfingavöll. Það mun hjálpa til við að hlífa nýja grasinu." Stjarnan náði frábærum árangri síðasta sumar. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar og skoraði flest mörk allra liða. Almar vonar að með tilkomu nýs gervigrass sé hægt að ná enn betri árangri á komandi árum. „Þetta verður bylting. Við erum sannfærðir um að menn muni átta sig á að með tilkomu nýja gervigrassins verði boðið upp á toppaðstæður í Garðabænum," segir Almar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur. Nýtt og betra gervigras er væntanlegt á heimavöll Stjörnunnar í Garðabæ. Gamla „teppið", eins og gervigrasið var oft kallað, þótti úr sér gengið enda notkunin á því búin að vera mikil síðan það var lagt árið 2003. „Framkvæmdir eru töluvert á undan áætlun og þeim á að vera lokið fyrir mánaðamót. Völlurinn verður tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik okkar," sagði Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Fylkismenn verða fyrstu gestir nýja gervigrassins þegar þeir koma í heimsókn í Garðabæinn þann 10. maí. „Við erum mjög spenntir fyrir þessari breytingu enda uppfyllir nýja grasið ströngustu kröfur og er af nýjustu gerð," bætir Almar við. „Tæknin hefur breyst mikið síðan gamla gervigrasið var lagt og sýnir öll fagleg umfjöllun fram á að aðstæður á þessu yfirborði líkjast mjög náttúrulegu grasi. Við vonum að með tilkomu nýja gervigrassins átti menn sig á því að þetta er góð lausn." Hann segir að það hafi reynst Stjörnumönnum vel að æfa og spila á gervigrasi. „Ég held að sú framkvæmd hafi sannað gildi sitt á margan hátt. Hins vegar var mun meira álag á þeim velli en átti að vera og undir það síðasta þótti það sem keppnisgras í efstu deild ekki nógu gott," segir Almar en bætir við að völlurinn hafi ávallt staðist þær formlegu kröfur sem hafi verið gerðar til hans. Almar bendir á að samkvæmt rannsóknum hagi boltinn sér eins á gervigrasi og að meiðsli leikmanna séu ekki tíðari á slíku yfirborði. „Við vitum hins vegar að leikmenn hafi allt aðra tilfinningu fyrir gervigrasinu en náttúrulegu grasi. En rannsóknar sýna að skilyrðin eru sambærileg." Það kostar vitanlega meira að leggja gervigras en náttúrulegt gras en Almar segir að Stjörnumenn telji þetta skynsamlegri fjárfestingu. „Það skal tekið fram að við höfum engar tölur til að styðjast við en þetta er okkar mat. Við teljum að nýtingin á mannvirkinu verði miklu betri fyrir vikið enda þótt hægt sé að bjóða upp á mjög góða grasvelli á Íslandi yfir sumartímann er notkunin á þeim allt önnur. Bæði er hægt að nota gervigrasvelli meira og yfir lengri tíma á árinu auk þess sem við munum leggja gamla grasið á nýjan stað og nota það sem æfingavöll. Það mun hjálpa til við að hlífa nýja grasinu." Stjarnan náði frábærum árangri síðasta sumar. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar og skoraði flest mörk allra liða. Almar vonar að með tilkomu nýs gervigrass sé hægt að ná enn betri árangri á komandi árum. „Þetta verður bylting. Við erum sannfærðir um að menn muni átta sig á að með tilkomu nýja gervigrassins verði boðið upp á toppaðstæður í Garðabænum," segir Almar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira