Innlent

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fram á mánudag

Vegna ölduspár og dýpis í Landeyjahöfn mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar að minnsta kosti til mánudagsins 9. janúar. Brottför frá Vestmannaeyjum verður klukkan átta og hálf fjögur.

Brottför frá Þorlákshöfn verður klukka 11:45 og 19:15.

Aðstæður geta breyst hratt og því eru farþegar beðnir um0 að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 481-2800.

Þá er ágætt að benda farþegum herjólfs, sem og öðrum, á að nú er hálka á vegum, hvort sem um er að ræða akstur um Suðurlandsundirlendið og Hellisheiði eða Þrengslin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×